fbpx
en
Menu
en

OneDrive

09. maí 2019

OneDrive

Sækja OneDrive

Það er hægt að sækja OneDrive inn á þessari síðu :https://www.microsoft.com/en-us/microsoft-365/onedrive/download

Ef ykkur vantar allan Office pakkan (Word, Excel, Teams, Onedrive, og fleira) þá getið þið fylgt leiðbeiningunum okkar hér.

Tengjast OneDrive

Það er bæði hægt að opna OneDrive í File Explorer og í vafra:

Ef þú ert á tölvu sem þú notar mikið, þinni aðal vinnutölvu t.d., er gott að tengja OneDrive þannig að þú sért með OneDrive aðgengilegt gegnum File Explorer á tölvunni. Þú getur opnað File Explorer og smellt þar á OneDrive skýið til að setja upp þitt OneDrive.

Eða leitað að OneDrive í Start valmyndinni og opnað OneDrive þaðan.

Í báðum tilvikum opnast innskráningargluggi þar sem þú skráir þig inn með tskola netfanginu þínu.

Þegar þú ert búin að smella í gegnum uppsetninguna getur þú vistað gögnin þín beint í OneDrive af tölvunni. 

 

Þú getur líka komist í OneDrive í gegnum vafra. Þú getur skráð þig inn í VEFPÓSTUR af heimasíðu skólans og þar sérðu OneDrive appið í valmyndinni vinstra megin á skjánum. 

Þú getur líka skráð þig beint inn af þessari síðu: https://onedrive.live.com/about/en-gb/signin/  

Vista gögn í OneDrive 

Það er mjög einfalt að vista gögn í OneDrive, hvort sem þú ert að nota það í File Explorer eða vafra.  

Í File Explorer er hægt að draga skrárnar sem þú vilt færa/vista þangað og nýjar skrár er hægt að vista beint í OneDrive. 

Í vafra er líka hægt að draga skrár yfir eða velja Upload. 

 

Velja skrá/r

Opnið OneDrive og veljið þær skrár sem þið viljið deila. Það þarf að gera þetta ferli fyrir hverja skrá fyrir sig.

Hægrismellið á skránna og veljið Share í valmyndinni.

Réttindi á skrá/m

Ef þið eruð að deila skrám sem allir mega breyta og skoða sem þið sendið skrárnar á, þá getið þið sleppt þessu skrefi.

Smellið á „Anyone with the link…“ og þá getið þið breytt hverjir geta notað hlekkinn sem þið búið til og ráðið hvort að fólk megi breyta skránni með „Allow editing“ hakinu sem er þar fyrir neðan. Þegar að þið hafið sett þær stillingar sem þið viljið nota, smellið á Apply.

Deila skrá/m

Hér getið þið valið tvær leiðir til að deila skránni:

Ákveðnir aðilar: Skrifið póstföng þeirra sem þið viljið fá hlekkinn í pósti og smellið á send

Deilanlegur hlekkur: Smellið á Copy link neðst og þá mun OneDrive búa til hlekk sem þið getið síðan sent sjálf á þá aðila sem þið viljið að fái aðgang að skránni.