fbpx
Menu

.

Upp­bygging K2

Brautin er alls 210 ein­ingar og skiptist í 183 ein­inga kjarna og 27 ein­ingar í frjálsu vali.

Kjarni: 183 einingar

Nem­endur taka alla kjarna­áfanga með sínum bekk. Þeir eru kenndir af kenn­urum braut­ar­innar og kennsla fer fram á K2-gang­inum á Skólavörðuholti eða í húsnæði HR við Öskjuhlíð.

Í kjarna er lögð áhersla á stærðfræði og raun­greinar og taka nem­endur til að mynda 35 ein­ingar í stærðfræði og 15 ein­ingar í eðlisfræði. Úrval áfanga í nátt­úru­vís­indum er sömuleiðis fjöl­breytt og leggja kenn­arar sig almennt fram við að tengja efni áfanga sinna við áherslusvið braut­ar­innar. Kemur þetta til að mynda skýrt fram í áfang­anum Vís­inda- og menn­inga­saga og síðasta íslensku­áfanga braut­ar­innar þar sem lögð er áhersla á mál­tækni, vélþýðingar og fleira. Áfanginn er unninn í sam­vinnu við HR.

Alls eru 20 ein­ingar í íslensku á braut­inni og 20 ein­ingar í ensku. Nem­endur taka einn áfanga í dönsku og þriðja tungu­málið er spænska, alls 15 ein­ingar. Í kjarna eru einnig spenn­andi áfangar í nýsköpun, frumkvöðlafræði, verksmiðju (rök­rása­for­ritun) og upp­lýs­inga­tækni.

Sjá námsskipulag brautar

 

Lokaverkefni

Síðustu tvær vikur hverrar annar er hefðbundin stunda­skrá tekin úr sam­bandi og nem­endur ein­beita sér að svo­kölluðum loka­verk­efnum. Loka­verk­efnin eru metin til þriggja ein­inga.

Um er að ræða sjálfstæð rann­sókn­ar­verk­efni sem unnin eru í sam­starfi við aðrar brautir skólans, aðra skóla, stofn­anir, bæj­ar­félög eða fyr­ir­tæki, undir leiðsögn og for­ystu kennara braut­ar­innar. Meðal sam­starfsaðila eru Land­vernd, Háskóla Íslands og Ungir vís­inda­menn, CCP, Snjall­borgin Reykjavík, Stúdíó Sýr­land, Össur, Lýsi og Umhverf­is­stofnun. Lagt er upp með ákveðið þema sem nem­endur vinna út frá. Unnið er í hópum og verk­efninu lýkur með kynn­ingu og vörn.

Loka­verk­efnin eru ákaf­lega fjöl­breytileg og nem­endur hafa mjög frjálsar hendur við útfærslu þeirra. Sem dæmi um verk­efni nem­enda má nefna rann­sóknir á hulsum fyrir gervilimi, áætlun um innleiðingu svifnökkva fyrir græna og væna borg, stutt­myndir sem unnar voru með Stúdíó Sýr­landi og tölvu­leikjagerð.

 

Gæfuspor – Lífsleikni

Lífs­leikni­áfangar K2 kallast Gæfu­spor. Þeir eru 3 talsins og kenndir á haustönn. Í fyrsta áfang­anum er lögð áhersla á aðferðir og vinnu­brögð í fram­halds­skóla­námi; heim­ildir, heim­ilda­leit og gagn­rýnin hugsun, rann­sókn­ar­spurning o.s.frv. Í öðrum áfang­anum er rýnt í rann­sóknir og siðferði: Hvað má rann­saka? Þriðji áfanginn snýr að framtíðinni – því sem tekur við að námi loknu.

 

Íþróttir

4 íþrótta­áfangar eru á braut­inni. Nem­endur geta farið í hefðbundnar íþrótta­tíma en margir kjósa að nýta sér þær íþróttir, sem þeir þegar stunda, og skila inn vottorði og yfir­liti um íþróttaiðkun til íþrótta­kennara nokkrum sinnum yfir önnina. Nem­endum stendur einnig til boða að sækja lík­ams­rækt­arstöðvar og fá metið til ein­inga í íþróttum.

 

Val: 27 einingar

Valáfangar eru 27 ein­ingar. Námið í Tækni­skól­anum er fjöl­breytt og þar gefst góður kostur til að sníða stúd­ents­námið að eigin áhugasviði. Nem­endur geta tekið valáfanga af öllum brautum Tækni­skólans, svo lengi sem þeir hafa lokið nauðsyn­legum und­an­förum og pláss er í hópum. Einnig eru í boði sér­hannaðir valáfangar sem kenndir eru ein­göngu innan brautar, svo sem veffor­ritun, rafíþróttir, sjálf­stætt rann­sókn­ar­verk­efni, fjár­málafræði og stjörnufræði.

Nem­endur hafa tekið valáfanga í tungu­málum, kerf­isfræði, prentun, ljós­myndun, bók­bandi, upp­lýs­inga­tækni, sögu, róbótafræðum, félagsfræði og efnafræði, svo eitthvað sé nefnt. Nem­endur geta byrjað að taka valáfanga strax á ann­arri önn. Þá hefur nem­endum á braut­inni staðið til boða að sækja nám­skeið í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík. Þeir sem ljúka nám­skeiðinu útskrifast því með nokkrar háskóla­ein­ingar í farteskinu. Sam­starfið við HR er í sífelldri mótun og lík­legt að nem­endur á K2 muni einnig geta sótt fleiri nám­skeið í framtíðinni.

Á útskriftarönn stendur nem­endum til boða að sækja sér­stakan und­ir­bún­ings­áfanga í gerð rann­sókn­ar­ritgerða (litla BA-smiðjan) þar sem þeir þjálfa sig í vís­inda­legum og fræðilegum vinnu­brögðum fyrir háskólanám og aðferðafræði rann­sókna.