Menu

Hér má finna tengla á ýmis­legt sem getur komið að gagni við heim­ilda­leit, ritgerðarskrif og verk­efna­vinnu. Hér má m.a. finna orðabækur, upp­lýs­ingagáttir, gagna­söfn og upp­lýs­ingar um heim­ilda­skrán­ingu.

Þessa síðu má nota til að leita að gögnum á bóka­safni Tækni­skólans.

Við vekjum athygli á því að nem­endur skólans fá ársaðgang að Snöru heim á aðeins 990 kr. ef þeir skrá sig inn með Microsoft inn­skrán­ingu og skóla­net­fangi.

 

Heimildaskráning

Heimildaskráning – heimildaskrá skv. APA kerfi

Heimildaskráning – heimildaskrá skv. Chicago Manual of Style

 

Orðabækur og gagnasöfn

Málið.is
Þessi vef­gátt flettir upp í sjö orðasöfnum – gagna­grunnum. Mjög lík­lega hægt að finna allar skýr­ingar á íslensku hér.

Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
Á þessum vef er hægt að fletta upp beyg­ing­ar­myndum íslenskra orða.

Snara.is
Á Snöru – vef­bóka­safni má finna úrval orðabóka en einnig er boðið upp á að fletta upp í bókum eins og Nöfn Íslend­inga, Mat­arást, Samtíðarmenn 2003 og Kortabók 2004, auk vefja eins Sögu­vefs NB. Aðgangurinn er takmarkaður við tölvur á netsvæði Tækniskólans, sem nemendur og starfsfólk hafa aðgang að. Því miður er ekki hægt að nota aðganginn í gegnum vpn-kerfi starfs­fólks. Nem­endur skólans geta fengið ársaðgang að Snöru heim á aðeins 990 kr. ef þeir skrá sig inn með Microsoft-inn­skrán­ingu og skóla­net­fangi.

Skrambi.is
Vefsíða þar sem hægt er að líma inn texta og láta leita að staf­setn­ing­ar­villum.

Tilvitnun.is  
Þarna er að finna máls­hætti, spak­mæli, orðtök og fleira.

Íslenskt orðanet  
Hvernig er best að orða það? Leit að samstæðum orðum og orðasam­böndum og tengja þau við hugtök og merk­ing­ar­flokka.

Orðabanki
Orðabanki íslenskrar málstöðvar. Eitt af hlut­verkum orðabanka er að sam­ræma orðanotkun innan skyldra og óskyldra greina. Hann á að safna fræðiheitum og sam­eina þau þannig að ekki séu á kreiki mörg heiti um sama fyr­ir­bærið. Orðabanki Íslenskrar málstöðvar sinnir þessu hlut­verki.

ÍSLEX
ISLEX er marg­mála orðabók­arverk á vefnum með íslensku sem viðfangsmál og dönsku, sænsku, norskt bókmál, nýn­orsku og fær­eysku sem markmál.

Tölvuorðasafnið
Vefaðgangur að 5. útgáfu Tölvuorðasafns sem kom út 2013, ein­göngu á vefnum.

Vefsafn
Þar má finna vefsíður og önnur gögn sem birt eru eða gerð aðgengileg almenn­ingi á hinum íslenska hluta ver­ald­ar­vefsins.

 

Upplýsingar og heimildir á netinu

Leitir.is
Gögn sem eru aðgengileg í leitir.is koma víða að. Á síðari árum hefur sta­f­rænum gagna­söfnum á vegum bóka­safna og fjöl­margra annarra fjölgað hratt. Flest þessara gagna­safna bjóða upp á eigin vefaðgang. Með leitir.is er not­endum í fyrsta skipti gert kleift að leita í þessum gagna­söfnum frá einum stað. Í fyrstu verður boðið upp á efni úr Gegni, Bækur.is, Elib, Hirslu, Hvar.is, Ljós­mynda­safni Reykja­víkur, Skemm­unni og Tímarit.is. Þetta er þó aðeins byrj­unin, því stefnt er að því að bæta stöðugt við gögnum á leitir.is.

Leitir.is fyrir bókasafn Tækniskólans
Síða sem leitar í safn­kosti bóka­safns Tækni­skólans.

Britannica
Skóla­út­gáfa af alfræðiorðabók­inni

Gagnasafn Morgunblaðsins
Athugið að hér þarf lyk­ilorð sem fæst hjá starfs­mönnum bóka­safnsins eða kenn­urum

Hagtölur
Á vef Hag­stofu Íslands er gott yfirlit yfir ýmsar hag­tölur

Hvar.is
Landsaðgangur að raf­rænum gagna­söfnum og tíma­ritum. Á hvar.is er ógrynni upp­lýs­inga og til hægðarauka er efnið flokkað niður

Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn
Á heimasíðu Lands­bóka­safns Íslands-Háskóla­bóka­safns er að finna áhugaverðar krækjur og mikið af upp­lýs­ingum um heim­ilda­leit

Rafbók – Netbókasafn rafiðnaðarins
Hér má finna mikið af kennslu­efni og verk­efnum fyrir Raf­tækni­skólann, not­andi þarf að skrá sig inn.

Sjávarútvegur
Áhugaverðar heim­ildir og upp­lýs­ingar sem tengjast sjáv­ar­út­vegi.

Táknmálsorðabókin
Ný íslensk tákn­málsorðabók

Vísindavefurinn
Spurn­ingar og svör um hvaðeina

WikiSöguvefurinn – Þar er fjallað um Egils sögu frá öllum hliðum, bæði er þar sögu­textinn á íslensku og ensku.

Ísmúsvefurinn – þar er meðal annars þjóðsagna­arf­urinn í munn­legri geymd á raf­rænu formi. Hægt er að fletta upp á efn­isorði, t.d. álfar, draugar eða nafni sagnaþuls.

 

Tímarit

Tímarit.is – Á tímarit.is er að finna yfir 1200 tímarit frá Íslandi, Fær­eyjum og Græn­landi. Síðan er sta­f­rænt safn þar sem má til nálgast bæði dagblöð og tímarit frá upp­hafi útgáfu þeirra og til dagsins í dag. Safnið er opið öllum.

Einnig er hægt að nálgast fjöl­mörg tímarit, bæði erlend og íslensk sem tengjast námi í Tækni­skól­anum á bóka­safni skólans.

Rafræn söfn
Á síðu Lands­bóka­safns Háskóla­bóka­safns er búið að taka saman lista yfir rafræn gagna­söfn með fræðigreinum og tíma­rits­greinum. Sum eru aðeins aðgengileg í Lands­bóka­safni en önnur eru opin. Upp­lýs­ingar um tegund aðgangs er að finna við hverja færslu.

 

Rafbækur (ebækur) og hljóðbækur

Það er alls ekki nauðsyn­legt að hafa bæk­urnar í hönd­unum til að lesa þær. Á netinu er að finna ara­grúa af raf­rænum bókum sem hægt er að lesa af skjánum eða prenta út. Hér eru krækjur á síður sem bjóða upp á aðgang að raf­rænum bókum.

Rafbókasafnið  er raf­rænt bóka­safn þar sem er hægt að fá lánaðar ýmsar skáld­sögur og annað efni. Safnið er aðgengi­legt þeim sem eru með gilt bóka­safns­skír­teini í almenn­ings­bóka­safni.

Hljóðbókasafn Íslands
Hljóðbóka­safnið býður blindum, sjónskertum og les­blindum nem­endum upp á að hala niður hljóðbókum af vef safnsins. Nánari upp­lýs­ingar um aðgang eru á vef Hljóðbókasafnsins og hjá námsráðgjöfum.

Lestu.is Á Lestu.is er boðið upp á bækur af ýmsu tagi til að lesa beint af tölv­unni eða í þeim nýju tækjum sem útbúin hafa verið sér­stak­lega til þess og eru að ryðja sér til rúms.

Snerpa-netútgáfan
Hér er hægt að lesa raf­rænar bækur á íslensku, s.s. þjóðsögur, Íslend­inga­sögur, Bibl­íuna og fleira.

Gull og silfur – nám til sveinsprófs er rafbók sem Iðnú gefur út. Hún er þýðing á norskri kennslubók í gull- og silf­ursmíði, og verður fyrst um sinn aðeins aðgengileg á netinu. Bókin er sú fyrsta sinnar teg­undar á íslensku.

 

Ritgerðarskrif

Hér má finna leiðbein­ingar sem nem­endur geta nýtt sér við ritgerðaskrif.