Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang að Innu og geta fylgst með verkefnastöðu og námsframvindu nemandans. Þeir geta einnig skráð veikindi nemandans í gegnum Innu. Nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil til að skrá sig inn á Innu.
1. Þegar foreldri/aðstandandi hefur skráð sig inn á Innu er valið Skrá veikindi á forsíðu Innu:
2. Veikindatilkynning er skráð með því að haka við daginn sem við á, einnig er hægt að setja inn athugasemd ef þarf. Veikindatilkynning er send inn og þá kemur upp tilkynning ef skráning tókst. Eingöngu er hægt að skrá veikindi samdægurs eða einn dag fram í tímann:
3. Starfsmaður skólans þarf að samþykkja veikindaskráningu í gegnum Innu til þess að það færist inn í viðveruskráningu nemandans. Þegar veikindaskráning er staðfest þá sendist póstur á þann sem átti færsluna.
4. Þegar veikindatilkynning er samþykkt þá skráist það í viðveruskráningu nemandans með kóðanum W.
Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang að Innu og geta geta fylgst með verkefnastöðu og námsframvindu nemandans og einnig skráð veikindi hans. Þegar nemandi verður 18 ára lokast hins vegar fyrir aðgang aðstandenda í Innu. Nemandinn getur opnað fyrir aðganginn og/eða gefið samþykki fyrir því að skólinn veiti upplýsingar um sig til aðstandenda. Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu.
Hafi nemandi opnað fyrir aðgang aðstandenda í Innu, geta þeir áfram skráð veikindi nemandans í Innu. Ekki er þörf á að skila læknisvottorði ef tilkynnt er um forföll í gegnum Innu.
1. Nemandi skráir sig inn í Innu.
2. Smellt á mynd nemandans efst á stikunni er og valið „Ég.“ Í þeirri valmynd eru persónuupplýsingar nemandans.
3. Opnaður er linkurinn „Aðstandendur“
4. Með því að setja „Já“ í stað „Nei“ í „Aðgangur“ er aðstandanda gefinn aðgangur.
Uppfært 27.08.2022
Áfangastjórn