Athugið að ekki þarf að hringja í skólann ef nemandi kemst ekki í kennslustund og/eða námsmat vegna veikinda. Veikindi eru skráð í Innu og nemendur þurfa að skrá sig alla daga sem þau eru fjarverandi.
Nemandi yngri en 18 ára – Foreldrar/forráðamenn skrá veikindi beint inn í Innu. Ef ekki er hægt að skrá veikindi í Innu geta forráðamenn sent veikindatilkynningar á tskoli@tskoli.is.
Nemendur, 18 ára og eldri, geta nú tilkynnt hefðbundin veikindi í Innu án þess að leggja fram læknisvottorð.
Hægt er að skrá veikindi fyrir hálfann eða heilan dag. Athugið að aðeins er hægt að skrá veikindi samdægurs eða einn dag fram í tímann.
Athugið, ef veikindaforföll nemanda fara yfir 10 skipti á önn, sama hvort um er að ræða heilan eða hálfan dag, þá þarf nemandi að fara til námsráðgjafa eða skólastjóra. .
Það skal tekið fram að kennurum og öðru starfsfólki Tækniskólans er ekki heimilt að gefa nemendum leyfi í tímum.
Leiðbeiningar til að skrá veikindi
Nemendum sem eiga við langvinna eða þráláta sjúkdóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skólagöngu þeirra á önninni er bent á að ræða við náms- og starfsráðgjafa.
Íþróttir
Þeir nemendur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði til skólastjóra innan viku frá afhendingu stundaskrár.
Hægt er að sækja um leyfi, gegn staðfestingu frá foreldrum vegna eftirfarandi:
Nemendum eru ekki reiknaðar fjarvistir vegna viðurkenndra ferða á vegum skólans
Kennarar veita ekki leyfi.
Öll leyfi eru háð samþykki aðstoðarskólameistara.
Uppfært 6. desember 2024
Áfangastjórn