fbpx
Menu

Nemendur

Ferð til Frankfurt

Frá­bært Era­smus+ verk­efni sem Ísland, Þýska­land, Tyrk­land og Póland tóku þátt í og fjallar um jafn­rétti fyrir alla. Dýrmæt reynsla og ógleym­an­legar minn­ingar.

Um jafnrétti fyrir alla

Kennararnir Berglind og Kristín sögðu frá ferðinni og verkefninu

Við áttum frá­bæra viku í byrjun mars í Frankfurt með fimm fyr­ir­myndar nem­endum sem hafa staðið sig ótrú­lega vel og verið Tækni­skól­anum og okkur til sóma.

Verk­efnið sem við tökum þátt í og stýrum, fjallar um jafn­rétti fyrir alla og eru Þjóðverjar, Tyrkir og Pól­verjar einnig á meðal þátt­tak­enda. Fyrir heim­sóknina til Frankfurt voru nem­endur búnir að kynna sér stöðu minni­hluta­hópa, inn­flytj­enda og flótta­manna á Íslandi. Nem­endur komu síðan saman og kynntu niðurstöður sínar ásamt því að kynna, land, höfuðborg og skólann sinn. Fyrir áhuga­sama má hér sjá vefsíðu verk­efn­isins.
Við erum búin að upp­lifa ótal margt t.d. Heidel­berg, þingið í Frankfurt þar sem for­seti alþingis tók á móti okkur, trú­ar­sam­band Michelstadt þar sem margir ólíkir trú­ar­hópar koma saman, Gyðinga­safnið í Frankfurt og margt fleira.

Öll vorum við sam­mála um það að þessi ferð og verk­efnið hafi verið ótrú­lega vel lukkað og fórum við öll heim með dýr­mæta reynslu og minn­ingar í farteskinu.

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað