fbpx
Menu

Nemendur

Námið klárað á Era­smus+ styrk

Þegar nem­endur í hús­gagna­bólstrun hafa lokið þeim tímum sem hægt er að taka í Tækni­skól­anum og lokið ákveðið mörgum stundum hjá meistara í hús­gagna­bólstrun, þarf að leggja land undir fót og taka seinni hluta námsins í Skive Col­lege í Skive á Jótlandi. Íris Ósk fór til Skive og var mjög ánægð í náminu og að fá þetta tæki­færi til að kynnast námi erlendis.

Bólstrun í Skive Danmörku

Íris Ósk Hlöðvers­dóttir fór út á Era­smus+ styrk og sendi okkur nokkrar myndir frá dvöl­inni og sagði að allt hefði gengið vel og verið mjög lær­dóms­ríkt og skemmti­legt. Fleiri nem­endur Tækni­skólans hafa klárað námið í hús­gagna­bólstrun í Dan­mörku og má t.d. lesa frásögn af því frá Auði og Berglindi hér. 

Með Era­smus+ styrk fara á hverju ári nem­endur og starfs­fólk í alþjóðleg verk­efni, erlendar heim­sóknir, starfsnám og skiptinám á vegum Tækni­skólans.

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað