fbpx
Menu

Fréttir

16. febrúar 2019

Söng­keppni Tækni­skólans

Fullur salur og góð atriði

Söng­keppni Tækni­skólans fór fram fimmtu­daginn 14. febrúar fyrir fullu húsi.  Keppnin fór fram í Hátíðarsal Sjó­manna­skólans við Háteigsveg og var þétt setinn bekk­urinn og góð stemming í salnum. Söng­atriðin voru fjöl­breytt og mörg en þau voru níu talsins. Dóm­arar voru Ingi Björn Ingason, bassa­leikari, Kristín Ragn­hildur Sigurðardóttir, kór­stjóri og Júlí Heiðar, söngvari.
Kynnar kvöldsins voru Magnús Dagur Jóhann­esson og Auður Aþena Ein­ars­dóttir, en þau eru bæði nem­endur í Upp­lýs­inga­tækni­skól­anum.
Sig­ur­vegari keppn­innar keppir fyrir hönd Tækni­skólans í Söng­keppni fram­halds­skól­anna sem fram fer á Akra­nesi 13. apríl nk.

 

Úrslit

Í fyrsta sæti var Aaron Ísak með lagið Love of my life
Annað sæti: Ása Svan­hildur Ægis­dóttir með lagið When we were young
Þriðja sæti: Guðrún Rósa Róberts­dóttir með lagið She used to be mine

Söngv­arar sem voru skráðir til keppni voru:

Aaron Ísak Berry – Tækni­mennta­skólinn
Emma Hall­dórs­dóttir -Tækni­mennta­skólinn
Dawyd Jambrzycki – Bygg­ing­ar­tækni­skólinn
Emil Uni Elvarsson – Vél­tækni­skólinn
Sigrún Maggý Har­alds­dóttir – Bygg­ing­ar­tækni­skólinn
Guðrún Rósa Róberts­dóttir – Upp­lýs­inga­tækni­skólinn
Karlotta Rós Þorkels­dóttir – Upp­lýs­inga­tækni­skólinn
Ása Svan­hildur Ægis­dóttir – Upp­lýs­inga­tækni­skólinn
Sig­mundur Freyr Hafþórsson, Leví Baltasar Jóhann­esson og Ásþór Björnsson – Upp­lýs­inga­tækni­skólinn