fbpx
Menu

Fréttir

15. nóvember 2024

Ég kýs

Skuggakosningar

Meg­in­markmiðið herferðarinnar #ÉgKýs er að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa í Alþing­is­kosn­ingum. Einn liður í þessu lýðræðisverk­efni eru skugga­kosn­ingar fram­halds­skóla­nem­enda um allt land.

Skugga­kosn­ingar eru eins konar æfinga­kosn­ingar þar sem fram­halds­skóla­nemar kjósa sína full­trúa sem bjóða sig fram til Alþingis 30. nóv­ember. Meg­in­til­gangur kosn­ing­anna er að þjálfa þá nem­endur sem ekki hafa náð kosn­inga­aldri í að kjósa og und­irbúa þá sem hafa aldur til að kjósa í fyrsta sinn.

Það verður spenn­andi að bera saman niðurstöður úr kosn­ingum fram­halds­skóla­nema við lýðræðislega niðurstöðu þjóðarinnar!

 

Kosningar í Tækniskólanum og kjörstjórn

Skuggakosningar í Tækni­skól­anum verða haldnar fimmtudaginn 21. nóvember. Hægt verður að kjósa í mat­sölum nem­enda á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði en í Hátíðarsalnum á Háteigs­vegi. Kosn­ing­arnar hefjast kl. 12:00 og standa yfir til kl. 16:00 sama dag.

Sam­kvæmt lögum um skugga­kosn­ingar ber að skipa kjör­stjórn sem er skipuð fjórum nem­endum og einum kennara. Nem­endur sem hafa áhuga á að starfa í kjör­stjórn geta sent tölvu­póst á Lilju Ósk í gegnum net­fangið lom@tskoli.is.

Að starfa í kjör­stjórn er frá­bært tæki­færi fyrir nem­endur sem hafa áhuga á lýðræðinu, stjórn­málum eða félags­störfum.