fbpx
Menu

Fréttir

23. nóvember 2024

Litlu jól fram­halds­skól­anna

Langar þig að upplifa kósý jólastemningu?

MS, FÁ og Tæknó halda Litlu jól framhaldsskólanna fimmtu­daginn 28. nóv­ember kl. 14:00–16:00.

Þá eru ein­mitt 26 dagar til jóla og því ekki seinna vænna að komast í gott jóla­skap, gæða sér á kakói, hlusta á jóla­tónlist, styrkja góðgerðamál, föndra, næla sér í jóla­fötin á fata­skipti­markaði og eiga góða sam­veru­stund með vinum.

Öllum nem­endum og ung­mennum á fram­halds­skóla­aldri er boðið!

Viðburðurinn byggir á verk­efninu Loftslagspartý framhaldsskólanna sem gengur út á að efla sam­vinnu fram­halds­skóla í umhverf­is­málum og halda stóran lofts­lagsviðburð fyrir ung­menni í Reykja­vík­ur­borg.

Nem­endur Tækni­skólans geta skráð sig hér og fá leyfi í tíma ef þeir mæta. Lilja Ósk starfsmaður skólans verður við kakóstöðina með nafna­lista og skráir mæt­ingu.

Láttu sjá þig á litlu – en risa­stóru jólum fram­halds­skól­anna!