21. apríl 2018
Fylgdu okkur inn í framtíðina

Tækniskólinn leitar að kennara í stærðfræði / eðlisfræði við stúdentsbrautina K2 og Tæknimenntaskólann.
Hefur þú áhuga á nútíma kennsluháttum og stafrænum lausnum?
Við erum að leita að einstaklingi sem hefur m.a.:
- Menntun í viðkomandi faggrein – kennslugrein.
- Réttindi til að kenna á framhaldsskólastigi.
- Hæfileika í mannlegum samskiptum og reynslu á því sviði.
Úrvinnsla umsókna:
- Ekki er ætlast til að send séu staðfest skírteini um menntun. Kallað verður eftir slíkum upplýsingum frá þeim sem valdir verða til viðtals.
- Umsókn ásamt ferilskrá og fylgiskjölum skal senda til viðkomandi skólastjóra (sjá lista neðar á síðu) í tölvupósti/bréfi í síðasta lagi föstudaginn 27. apríl 2018.
- Öllum umsóknum verður svarað.
Kolbrún Kolbeinsdóttir skólastjóri Tæknimenntaskólans tekur við umsóknum og veitir nánari upplýsingar í gegnum tölvupóst [email protected]