fbpx
Menu

Fréttir

13. ágúst 2021

Bréf frá skólameistara

Kæru nemendur og forráðamenn (English below)

Þá styttist í skólabyrjun en kennsla hefst skv. stundatöflu fimmtudaginn 19. ágúst.  Kennt verður að fullu í staðnámi nema annað komi fram.     

Hér koma nokkur lykilatriði sem ég bið ykkur um að lesa.

 

Nýnemamóttökur

Nýnemum sem eru undir 18 ára aldri er boðið á sérstaka nýnemamóttöku á þriðjudag/miðvikudag. Þið sem eruð ný í skólanum og eruð ekki orðin 18 ára eigið að hafa fengið sérstakan tölvupóst á föstudaginn um það hvenær þið eigið að mæta. Ef svo er ekki bið ég ykkur um að senda strax póst á [email protected]   Athugið að upplýsingar um tímasetningar nýnemamóttaka sem komu í bréfi frá mér í júní til nýnema úr grunnskóla eiga ekki lengur við. Vegna stöðu COVID-19 verða móttökurnar nú 8 talsins í stað 3 og því eru komnar nýjar tímasetningar. Lesa má meira um nýnemamóttökur í eftirfarandi frétt á vefsíðu skólans.  

 

Stundatöflur

Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu (www.inna.is) á morgun mánudaginn 16. ágúst og um leið verður opnað fyrir stundatöflubreytingar. Athugið að til þess að komast inn á Innu þarf rafræn skilríki/íslykil. Hægt er að óska eftir stundatöflubreytingu 16. og 17. ágúst.   Athugið að stundatöflubreytingar þessa daga eiga bæði við fyrir spönn 1 og spönn 2 (sjá nánari útskýringu á spönnum hér fyrir neðan). Við viljum benda á að hjá nýnemum sem eru að koma úr grunnskóla eru stundatöflur niðurnjörvaðar og beðið um að nemendur óski ekki eftir stundatöflubreytingu á fyrstu önn (fyrstu tveimur spönnum) nema brýna nauðsyn beri til.

Athugið að íþróttir verða ekki komnar inn í stundatöflu fyrr en síðar í vikunni. Um leið birtast svokallaðir HVAÐ umsjónarhópar í töflu sem eru ætlaðir nýnemum sem fæddir eru 2004, 2005 og síðar.

 

Spannir og ýmsar upplýsingar í upphafi annar

Í vetur verða flestir áfangar í Tækniskólanum kenndir á svokölluðum  spönnum. Við skiptum hvorri önn (haustönn og vorönn) í tvær spannir. Með þessu móti eru nemendur að jafnaði í helmingi færri áföngum hverju sinni en fara þá tvöfalt oftar í tíma í hverjum áfanga í viku. Það er því sérlega mikilvægt að byrja að stunda námið vel frá fyrsta degi. Nánari upplýsingar um spannir og allt milli himins og jarðar sem gott er að vita við upphaf skólagöngu í Tækniskólanum má finna á upplýsingasíðu um byrjun annar.

 

Vefkynning fyrir forráðamenn þriðjudaginn 24. ágúst á Teams

Þriðjudaginn 24. ágúst  kl. 18.00 verður kynning fyrir aðstandendur nýnema. Hún fer fram yfir vefinn og mun hlekkur birtast á forsíðu vefsíðu skólans samdægurs. Sama dag klukkan 20.00 verður kynning á ensku og mun hlekkur fyrir hana einnig birtast á forsíðu vefs skólans. Báðar kynningarnar verða teknar upp og verða aðgengilegar á vef skólans daginn eftir. Við hvetjum þá forráðamenn sem misstu af kynningu í fyrra endilega til að „mæta“ á þessa í staðinn.

 

Sóttvarnir – COVID

Við leggjum mikla áherslu á sóttvarnir í húsum skólans og höfum öryggi og velferð nemenda og starfsfólks í fyrirrúmi. Núverandi reglur yfirvalda kveða á um að ekki megi fleiri en 200 koma saman og nemendur og starfsfólk skuli bera grímu ef ekki er hægt að viðhalda 1 metra fjarlægðarreglu. Þótt heimilt sé að víkja frá því ákvæði þegar nemendur eru sestir í sæti í kennslustund munum við í Tækniskólanum byrja skólastarfið með grímuskyldu sem heimilar það ekki. Það er okkur sérlega mikilvægt að geta haldið eins miklu staðnámi uppi og mögulegt er enda torveldast öll verkleg kennsla verulega yfir vefinn og er í mörgum tilvikum ómöguleg. Því viljum við hefja kennslustundir haustsins á sem öruggastan máta með mikilli sótthreinsun og notkun gríma.  Þess ber þó að geta að kennarar sem eru að kenna upp við töflu í góðri fjarlægð frá nemendum geta tekið niður grímuna meðan þeir kenna. Grímur verða fáanlegar við innganga skólans og eru allir beðnir um að sótthreinsa hendur við komu.

Þótt við séum öll orðin þreytt á grímum og takmörkunum vegna COVID þá vona ég að við leggjumst öll á eitt við að tryggja að við getum haldið skólastarfi gangandi í húsum okkar með sem minnstri röskun. Við munum endurskoða þessar reglur reglulega í ljósi stöðu faraldursins.

Þá vil ég hvetja ykkur til að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og mæta alls ekki í skólann ef þið eruð í einangrun, í sóttkví eða eruð með einkenni sem gætu bent til COVID-19. Þá hvet ég ykkur til þess að vera með rakningarappið C-19 uppsett í símum ykkar.

Að þessu sögðu hlakka ég mikið til skólaupphafsins og vona sannarlega að þið gerið það líka. Við gerum þetta saman.

 

Bestu kveðjur,

Hildur skólameistari

 


 

Dear students and guardians  

So the summer is drawing to an end and classes will begin according to timetables on Thursday the 19th of August.  The classes will be fully onsite (in our buildings) unless otherwise specified.

Following is some information text I would like you to read.

 

Receptions for new students under 18 years of age

New students under the age of 18 are invited to a special new student reception on Tuesday/Wednesday. Those of you who are new to the school and are under 18 years of age should already have received a special email on Friday that states when and where you should attend.  If this is not the case, I ask you to send an e-mail to [email protected]. Due to the COVID situation, the number of receptions will be 8 instead of 3, so the timings I sent to students coming from grunnskóli by e-mail in June are no longer relevant. Here you can read more about new student receptions https://tskoli.is/frettir/mottaka-nynema/ If you are starting to study Icelandic as a second language (íslenskubraut) you should attend on Wednesday at 14:30-15:15 in our main building in Skólavörðuholt in Reykjavík.

 

Timetables

Timetables will be visible in Inna (www.inna.is) tomorrow, Monday August 16th, and at the same time we will open for timetable change requests. Note that in order to access our teaching system Inna, you need an electronic ID /Íslykill.  You can get an electronic ID for your phone at your local bank. The period to request a timetable change is 16th-17th of August. Note that timetable changes apply both to period 1 and period 2 (spönn 1 and spönn 2 – see further explanation on ,,spannir” (plural of spönn) below). We would like to point out that new students who are coming from grunnskóli, should not request timetable changes in the first semester unless there is an urgent need.

Please note that sports will not appear in your timetable until later this week.  At the same time, so-called HVAÐ supervision groups will also appear in timetables for new students born in 2004, 2005 and later.

 

„Spannir“ and various information at the beginning of the semester

This winter, most courses at Tækniskólinn, will be taught in so called ,,spannir” (plural of spönn). We now divide each semester (autumn semester and spring semester) into two periods (spannir). In this way, students are usually in half as many courses at a time, but go to class twice as often per week in each course. It is therefore especially important to study eagerly from day one.  Further information about ,,spannir” and things that are good to know at the beginning of the school year can be found here:  https://tskoli.is/inna-upplysinga-og-kenslukerfi/annarbyrjun/  A shorter version in English can be found here: https://en.tskoli.is/starting-school/

 

Online information meeting for guardians on Tuesday 24th of August both in Icelandic and English

On Tuesday August 24th at 18:00 there will be an online information meeting  in Icelandic for guardians of new students. A link for this meeting will appear on the front page of the school’s website (tskoli.is) on Tuesday the 24th.  On the same day at 20:00 there will be a similar information meeting in English and a link for that will also appear on the front page of the school’s website (tskoli.is) on the same day. Both meetings will be recorded and will be available to view on the school’s website the following day. We encourage those guardians who missed a similar presentation last year to „attend“ this one instead.

 

Measures due to COVID

In Tækniskólinn we place great emphasis on sanitary measures and we put the safety and wellbeing of our students and staff first. The current rules of the authorities in Iceland stipulate that no more than 200 may gather in one space and students and staff must wear a mask if it is not possible to maintain a 1 meter distance rule.  Although it is permissible to deviate from the one meter rule when students are seated during a lesson, we have decided not to do so and will require mask using in class.  It is especially important for us to be able to teach one-site with as little disruption as possible. Therefore, we want to start the fall in the safest way possible with a lot of disinfection and general use of masks.  It should be n oted, however, that teachers who are teaching at the blackboard at a good distance from students can take off the mask while teaching. Masks will be available at the school entrance and everyone is asked to disinfect their hands upon arrival.

Although we are all tired of masks and restrictions due to COVID, I hope we will all work together to ensure that we can keep the school running with as little disruption as possible. We will review these rules regularly in light of the state of the pandemic in Iceland.

I would also like to encourage you to practice good sanitary measures and not to attend school on-site if you are in isolation, quarantined or have symptoms that could indicate COVID19, such as a cold.  I also encourage you to have the tracking app C-19 installed on your smartphones.

Having said that, I’m really looking forward to the school start and I sincerely hope you do too.  We will do this together.

 

Best regards,

Principal Hildur