Lok haustannar 2024
Kæru nemendur
Senn líður að annarlokum og viljum við benda nemendum á nokkur mikilvæg atriði sem gott er að hafa í huga áður en önninni lýkur.
Annarlok

Síðasti starfsdagur samkvæmt námsáætlun og stundaskrám er birtur í skóladagatali en kennslulok geta verið mismunandi eftir áfanga. Nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.
Dagana 12. og 13. desember eru námsmatsdagar og fer það eftir skipulagi áfanga hvort nemendur þurfa að mæta í próf, vinna í verkefnum eða skila síðustu verkefnunum en hver nemandi fær upplýsingar um það hjá sínum kennara.
Próf og verkefni
Kennarar setja próf og verkefni í Innu þannig að nemendur sjá nákvæmlega hvenær á að skila öllum verkefnum og taka öll próf. Nemendur eru hvattir til að yfirfara þetta vandlega í öllum áföngum og vera í sambandi við kennara ef þeir hafa spurningar eða athugasemdir.
Lokaeinkunnir, námsmat og endurgjöf
Lokaeinkunnir verða birtar í Innu mánudaginn 16. desember og eru nemendur hvattir til að skoða námsmat og fara yfir einkunnir. Þennan sama dag verða kennarar til viðtals í sínum deildum kl. 10:00–12:00.
Útskrift Tækniskólans
Útskrift Tækniskólans verður í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 18. desember kl. 13:00.