fbpx
Menu

Fréttir

10. ágúst 2023

Örfá sæti laus

Örfá sæti eru laus í námi í jarðvirkjun og stafrænni hönnun.

Jarðvirkjun veitir innsýn í land­mótun, jarðvinnslu, verk­ferla, tækni og atvinnulíf fyr­ir­tækja í þessari starfs­grein. Mikil áhersla er lögð á nýj­ustu tækni og er talsverð verkleg kennsla í náminu. Kennt er á full­komna herma í húsnæði Tækni­skólans í Hafnarfirði en frekari starfsþjálfun fer fram í sam­vinnu við jarðvinnu­verk­taka.

Hér er hægt að sækja um nám í jarðvirkjun.


Sta­fræn hönnun er skapandi nám í leikjahönnun, þrívídd og eftirvinnslu kvikmynda. Námsbrautin er vel tækjum búin með green screen stúdíó, hljóðstúdíó, Moti­onCapture og góðan búnað fyrir mynda­tökur. Námið er verk­efna­drifið og líkist starfs­um­hverfi atvinnu­lífsins. Hröð þróun er í starfs­grein­inni og krefst símennt­unar en nem­endur eru þjálfaðir í því að temja sér þann hugs­un­ar­hátt.

Hér er hægt að sækja um nám í stafrænni hönnun.