Örfá sæti laus
Örfá sæti eru laus í námi í jarðvirkjun og stafrænni hönnun.
Jarðvirkjun veitir innsýn í landmótun, jarðvinnslu, verkferla, tækni og atvinnulíf fyrirtækja í þessari starfsgrein. Mikil áhersla er lögð á nýjustu tækni og er talsverð verkleg kennsla í náminu. Kennt er á fullkomna herma í húsnæði Tækniskólans í Hafnarfirði en frekari starfsþjálfun fer fram í samvinnu við jarðvinnuverktaka.
Hér er hægt að sækja um nám í jarðvirkjun.
Stafræn hönnun er skapandi nám í leikjahönnun, þrívídd og eftirvinnslu kvikmynda. Námsbrautin er vel tækjum búin með green screen stúdíó, hljóðstúdíó, MotionCapture og góðan búnað fyrir myndatökur. Námið er verkefnadrifið og líkist starfsumhverfi atvinnulífsins. Hröð þróun er í starfsgreininni og krefst símenntunar en nemendur eru þjálfaðir í því að temja sér þann hugsunarhátt.
Hér er hægt að sækja um nám í stafrænni hönnun.