fbpx
Menu

Fréttir

10. maí 2021

Sigurvegarar í hugverkasamkeppni

Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands (JAKÍ) stóð fyrir hugverka samkeppni meðal nemenda á öllum skólastigum þar sem markmiðið er að vekja skólasamfélagið til meðvitundar um breiða ásýnd jafnréttis og mikilvægi þess. Keppnin gengur út á að örva læsi nemenda á jafnréttismál og útfærslan verður alltaf sköpun af ýmsum toga.

Þau Hálfdán Helgi Matthíasson, Egill Andri Reynisson, Þórdís Matthea Eiríksdóttir og Axel Bjarkar Sigurjónsson sem eru nemendur á K2 tóku þátt og var framlag þeirra til keppninnar stuttmyndin Regnbogaplágan.

Myndin bar sigur úr bítum í flokki framhaldsskóla og að sögn dómnefndar er verkið bæði fræðilega og tæknilega vel unnið. Umræðuefnið er staða hinsegin fólks í Póllandi en nemendur nálgast viðfangsefnið á fjölbreyttan hátt og af virðingu fyrir efninu. Dómarar voru sammála um að myndbandið væri faglega unnið og til þess fallið að vekja fólk til umhugsunar.

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur!