fbpx
Menu

Fréttir

03. ágúst 2019

Skóla­byrjun haust 2019

Skólabyrjun haust 2019

Nýnemar – skólasetning verður 15. ágúst

Tekið verður á móti nýnemum og skólastarf kynnt við skólasetningu, fimmtudaginn 15. ágúst, í húsum skólans á eftirfarandi tímum:

  • Skólavörðuholti – klukkan 10:00 
  • Háteigsvegi – klukkan 13:00
  • Hafnarfirði – klukkan 15:00 

Hér geturðu glöggvað þig á staðsetningu skólahúsnæðis og kennslustofa.

15. ágúst – Opnað fyrir stundatöflur

Stunda­töflur allra dag­skóla­nema opnast í Innu þann 15. ágúst. Aðgangur að upp­lýs­inga­kerfi fram­halds­skóla, Innu  er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Nem­andinn getur opnað fyrir áfram­hald­andi aðgang aðstand­enda að Innu eftir að 18 ára aldri er náð. Sjá hér.

15. – 16. ágúst: Töflubreytingar

Eftir að opnað hefur verið fyrir stunda­töflur getur nem­andi óskað eftir töflu­breyt­ingu og það er gert raf­rænt í Innu. Töflu­breyt­ingar eru ein­göngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga í töflu sam­kvæmt vali. Umsóknir nem­enda sem sækja um töflu­breyt­ingar í síðasta lagi í lok dags 16. ágúst verða í for­gangi.
Töflubreytingar – Leiðbeiningar fyrir nemendur

19. ágúst: Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu

Kennsla hefst í dag­skóla og dreif­námi/​námi með vinnu sam­kvæmt stunda­töflu mánu­daginn 19. ágúst.

2. september: Kennsla hefst í flugvirkjun

Kennsla í flug­virkjun hefst í Árleyni mánu­daginn 2. sept­ember.

Bækur – námsgögn

Nem­endur finna upp­lýs­ingar um bækur og náms­gögn í  Innu og hér:  Námsgögn – bækur

Skóladagatal

Skóla­da­gatal sem er að finna á vefnum sýnir helstu mik­il­vægar dag­setn­ingar í skóla­starfinu.