fbpx
Menu

Fréttir

03. ágúst 2019

Skólabyrjun haust 2019

Skólabyrjun haust 2019

Nýnemar – skólasetning verður 15. ágúst

Tekið verður á móti nýnemum og skólastarf kynnt við skólasetningu, fimmtudaginn 15. ágúst, í húsum skólans á eftirfarandi tímum:

  • Skólavörðuholti – klukkan 10:00 
  • Háteigsvegi – klukkan 13:00
  • Hafnarfirði – klukkan 15:00 

Hér geturðu glöggvað þig á staðsetningu skólahúsnæðis og kennslustofa.

15. ágúst – Opnað fyrir stundatöflur

Stunda­töflur allra dag­skóla­nema opnast í Innu þann 15. ágúst. Aðgangur að upplýsingakerfi framhaldsskóla, Innu  er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Nemandinn getur opnað fyrir áframhaldandi aðgang aðstandenda að Innu eftir að 18 ára aldri er náð. Sjá hér.

15. – 16. ágúst: Töflubreytingar

Eftir að opnað hefur verið fyrir stunda­töflur getur nem­andi óskað eftir töflu­breyt­ingu og það er gert rafrænt í Innu. Töflu­breyt­ingar eru ein­göngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga í töflu sam­kvæmt vali. Umsóknir nem­enda sem sækja um töflu­breyt­ingar í síðasta lagi í lok dags 16. ágúst verða í for­gangi.
Töflubreytingar – Leiðbeiningar fyrir nemendur

19. ágúst: Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu

Kennsla hefst í dagskóla og dreifnámi/námi með vinnu sam­kvæmt stunda­töflu mánu­daginn 19. ágúst.

2. september: Kennsla hefst í flugvirkjun

Kennsla í flugvirkjun hefst í Árleyni mánudaginn 2. september.

Bækur – námsgögn

Nem­endur finna upp­lýs­ingar um bækur og námsgögn í  Innu og hér:  Námsgögn – bækur

Skóladagatal

Skóladagatal sem er að finna á vefnum sýnir helstu mikilvægar dagsetningar í skólastarfinu.