fbpx
en
Menu
en

Fréttir

07. ágúst 2024

Upphaf haustannar 2024

Fyrsti kennsludagur og stundatöflur

Fimmtudaginn 15. ágúst verður opnað fyrir stundatöflur haustannar í Innu.

Töflubreytingar eru gerðar rafrænt í Innu og eru eingöngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga sem þeir höfðu valið í töflu, eða ef verulegir annmarkar eru á töflum samkvæmt vali. Opið verður fyrir töflu­breyt­ingar dagana 15. og 16. ágúst. Sjá nánari upplýsingar um töflu­breyt­ingar.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. ágúst.

 

Nýnemamóttaka

Nýnemum undir 18 ára verður boðið til sér­stakrar mót­töku í Tækni­skól­anum við upphaf haustannar:

Skólavörðuholt
Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 09:00

Háteigsvegur
Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 11:00

Hafnarfjörður
Föstudaginn 16. ágúst kl. 10:00

Hægt er að smella á mynd­irnar hér að neðan til að sjá hvaða náms­brautir eru kenndar á hverjum stað.

 

Hagnýtar upplýsingar

Við bendum á upplýsingasíðu er varðar upphaf annar og hvetjum nemendum til að kynna sér efni síðunnar en þar má finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið.

Nemendur finna upplýsingar um bækur og námsgögn í Innu þegar stundatöflur birtast.

 

Fjarkynning fyrir forráðafólk

Fundir fyrir forráðafólk/aðstandendur verða haldnir á Teams fimmtudaginn 22. ágúst:

  • Kl. 18:00 á íslensku
  • Kl. 20:00 á ensku

Hlekkir verða sendir þegar nær dregur auk þess sem þeir verða birtir á vefsíðu skólans.

Fundirnir verða auk þess teknir upp fyrir þá sem missa af.