Upplýsingar um skólaupphaf
Hér má sjá hagnýtar upplýsingar varðandi upphaf vorannar 2022.
Opnað fyrir stundatöflur 4. janúar
Stundaskrár allra dagskólanema opnast í Innu þriðjudaginn 4. janúar.
Töflubreytingar 4. og 5. janúar
Opnað hefur verið fyrir töflubreytingar á spönn 1. Töflubreytingar eru gerðar rafrænt í Innu. Töflubreytingar eru eingöngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga í töflu samkvæmt vali.
Töflubreytingar – Útskýring vegna spannafyrirkomulags
Töflubreytingar í Innu – Leiðbeiningar fyrir nemendur
Kennsla í dagskóla og dreifnámi hefst 5. janúar
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 5. janúar, sjá skóladagatal nemenda.
Hagnýtar upplýsingar í upphafi skóla
Hér á upplýsingasíðu varðandi upphaf annar er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að kynna sér efni síðunnar.
Einnig er gagnlegt að kynna sér upplýsingar um húsnæði Tækniskólans sem er á nokkrum stöðum í Reykjavík og í Hafnarfirði.
Nemendur finna upplýsingar um bækur og námsgögn í Innu. Einnig má skoða námsgagnalista hér.