fbpx
en
Menu
en

Fréttir

25. maí 2020

Sumarnám í Tækniskólanum

Tækniskólinn býður upp á fjölbreytt sumarnám nú í júní í tölvugreinum, rafiðngreinum, kvikmyndatækni, pípulögnum, trésmíði, fatasaumi, grafískri miðlun og hönnun, ljósmyndun og myndvinnslu.  Auk þess mun skólinn bjóða upp á áfanga í íslensku sem öðru tungumáli og fornámsáfanga í íslensku, stærðfræði og ensku.

Flestir áfangarnir eru einingabærir, sem þýðir að þeir eru metnir sem slíkir á framhaldsskólastigi. Námsframboð verður kynnt í næstu viku og verður hægt að skrá sig í áfangana í gegnum vefsíðu skólans. Nýttu sumarið til að styrkja þig í námi og kynntu þér vandlega allt sem er í boði. Sjá nánar um sumarnám