fbpx
Menu

Fréttir

04. september 2023

Tækniskólinn á Midgard

Midgard 2023

Nemendur og kennarar úr stafrænni hönnun í Tækniskólanum taka þátt í Midgard 2023 sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 9. og 10. september.

Fulltrúar námsbrautarinnar verða með ýmislegt spennandi í boði á hátíðinni og geta gestir m.a. fengið að prófa tölvuleiki ásamt því að fræðast um námið.

Á Midgard hátíðinni kemur saman fjöldi áhugafólks um tölvuleiki, kvikmyndir, vísindaskáldskap, ofurhetjur, búninga, spil og fleira. Á dagskránni eru m.a. pall­borðsum­ræður, fyr­ir­lestrar, kynn­ing­ar og nám­skeið. Er­lend­ir gest­ir eru einnig stór hluti af hátíðinni og þangað mæta sér­fræðingar og þekktir einstaklingar til að hitta fólk, halda fyr­ir­lestra og veita árit­an­ir.

Við hvetjum öll sem hafa áhuga að mæta á viðburðinn næstkomandi helgi.