fbpx
en
Menu
en

Fréttir

22. ágúst 2020

Upplýsingar í byrjun kennslu

Kæru nemendur og forráðamenn (In English here)

Fyrsti kennsludagur er á þriðjudaginn (25. ágúst).  Þið eruð vonandi nú þegar búin að skoða stundatöflurnar ykkar sem sjá má á www.inna.is.

Eins og áður hefur komið fram verður kennsla blanda af stað- og fjarnámi meðan núgildandi samkomutakmarkanir gilda.  Hversu mikið þið eigið að mæta í skólann veltur á þeim greinum sem þið eruð í og hópastærðum.  Útfærsla fyrir næstu vikur klárast fyrir upphaf kennslu og munuð þið fá upplýsingar fyrir ykkar áfanga þegar líður á daginn.  Því bið ég ykkur um að fylgjast vel með öllum tölvupósti sem berst frá skólanum.

Á fimmtudag og föstudag í liðinni viku mættu nemendur sem fæddir eru 2003, 2004 og síðar á nýnemadaga í Hafnarfirði og á Háteigsvegi – alls 6 hópar.  Á mánudag mætti restin (alls níu hópar) á Skólavörðuholtið.  Ef þið sem eigið eftir að koma, eruð ekki með á hreinu hvenær þið eigið að mæta á morgun – skoðið þá póstinn ykkar vel.  Ef einhver vafi liggur á því hvenær þið eigið að mæta getið þið sent skilaboð eða tölvupóst.

Til forráðamanna:

Foreldrakynning fyrir forráðamenn nýnema verður haldin þegar líður á vikuna.  Hún verður á netinu og verður auglýst á vefsíðu skólans auk þess sem tölvupóstur verður sendur til forráðamanna nýnema sem eru skráðir í Innu (allir sem eiga nemendur undir 18 ára aldri auk þeirra sem eiga nemendur eldri en 18 sem hafa gefið forráðamönnum aðgang að Innu – upplýsingar um hvernig það er gert o.fl. má sjá hér).

Það er viðbúið að fyrstu dagarnir geti orðið dálítið ruglingslegir.  Í skólanum er kenndur mikill fjöldi greina og töluvert flókið að að koma allri kennslu fyrir á sem bestan hátt að teknu tilliti til takmarkana vegna COVID.  En við munum gera okkar besta og gæta þess að allir komist af stað í náminu með öryggi og velferð allra að leiðarljósi.

Að endingu bið ég ykkur öll um að fylgjast vel með tölvupósti næstu daga og hika ekki við að hafa samband ef þið hafið spurningar.

Bestu kveðjur, Hildur skólameistari.