fbpx
Menu

Fréttir

14. ágúst 2020

Upplýsingar um skólaupphaf – information on school start

Kæru nemendur (English below)

Þá eru hlutirnir hér í Tækniskólanum teknir að skýrast.  Stundatöflur ykkar munu birtast í Innu (www.inna.is) 20. ágúst og kennsla hefst skv. stundatöflu þriðjudaginn 25. ágúst.  Nýnemar sem eru undir 18 ára aldri munu hins vegar verða boðaðir á nýnemadag í skólanum en nýnemadagar verða fimmtudaginn 20. ágúst, föstudaginn 21. ágúst og mánudaginn 24. ágúst.   Nánari upplýsingar um hvaða dag og klukkan hvað hver á að mæta koma eftir helgi.  Á nýnemadögum munu nýnemar undir 18 ára aldri fá sérstaka kynningu á starfi skólans, hitta umsjónarkennara og samnemendur, fá upplýsingar um félagslífið, kennslu á Innu og Teams o.fl.

Við skipulag kennslu í skólanum í haust tökum við mið af gildandi sóttvarnarreglum og höfum ávallt í fyrirrúmi öryggi og velferð nemenda og starfsmanna. Við munum kappkosta að bjóða upp á staðnám alls staðar þar sem því verður við komið en þó er ljóst að bóklegir áfangar verða flestir kenndir í blöndu af stað- og fjarnámi.  Hvernig skiptingunni verður háttað í hverjum áfanga verður kynnt áður en kennsla hefst.  Við leggjum mikla áherslu á sóttvarnir í húsunum og hvet ég ykkur til þess að gæta ávallt að ykkar einstaklingsbundnu sóttvörnum.  Ég vil biðja ykkur um að mæta ekki í skólann ef þið eruð í einangrun, sóttkví eða eruð með einkenni sem gætu bent til COVID19, svo sem kvef.  Nú þurfum við að fara sérstaklega varlega. Í því samhengi vil ég benda ykkur á upplýsingar um fyrirkomulag þjónustu náms- og starfsráðgjafa og sálfræðings.

Að lokum vil ég hvetja ykkur til þess vera með rakningarappið C-19 uppsett í símunum ykkar og vera sömuleiðis með rafræn skilríki og/eða Íslykil en það skiptir máli til þess að fara inn á kennsluvefinn Innu.

Kær kveðja,

Hildur skólameistari

 

Dear students

We now have new dates for the beginning of school this semester.  Your timetables should be ready on August the 20th (www.inna.is) and classes will start on Tuesday the 25th of August.  Those of you that are under 18 years of age and are new students at the school (nýnemi) are however supposed to come to school for a ,,new student day“ on Thursday 20th, Friday 21st or Monday 24th of August.  You will be informed via e-mail after this weekend on what day and at what time you are supposed to attend.  We will give a presentation about the school and school services, you will meet principals and teachers and learn how to access Teams and our online teaching system Inna.

We plan classes for this semester in accordance with the restrictions in place at any time and the safety and wellbeing of our students and staff members is a priority.  We will offer in class teaching as much as possible, but you can expect most academic classes (e.g. Math, English  etc.) to be a combination of in class and remote teaching.  There is a big emphasis on good sanitation in our school buildings and I encourage you to practice good personal hygiene methods to minimize the risk of infection.  I also ask you not to come to school if you are in isolation, quarantine or have any symptoms of COVID, e.g. a cold.  We have to be very careful at this time.  If you want to talk to a student counsellor or the psychologist we ask you to be in touch via e-mail or phone.  In house appointments are only possible if booked in advance.

I encourage you to download the C-19 COVID tracing app and get an electronic ID and/or Íslykill if you do not have it already so that you are able to access our online teaching system www.inna.is . You can get the electronic ID at your bank.

Best regards,

Hildur principal