05. október 2019
Vinahópurinn fór í ferðalag

Ferðalag vina í skólanum.
Tækniskólinn fór í ferðalag með 50 erlenda nemendur af íslenskubraut Tækniskólans og 20 íslenska nemendur af hinum ýmsu brautum skólans, sem saman taka þátt í vinaverkefni sem við erum að byrja með. Lesa má um verkefnið hér í eldri frétt.
Skoða landið og kynnast nýju fólki
Byrjað var á að fara á Þingvelli og síðan var borðað í Haukadalsskógi. Eftir það var Geysir skoðaður og svo Gullfoss. Allir voru sælir og glaðir og þakklátir fyrir það að fá að fara í ferðalag, sjá fallega landið okkar og kynnast nýju fólki.
Vinaverkefnið hefur farið vel af stað.