Menu

Við bjóðum upp á nám í dag­skóla og dreifnám sem er fjarnám með staðlotum. Einnig bjóðum við náms­brautir sem flokkast sem fram­haldsnám eftir stúd­ents­próf eða sam­svar­andi menntun. Inn­ritun á starfs­brautir fer fram í febrúar ár hvert.

 

Inn­ritun í dag­skóla

Inn­ritun fyrir starfsbrautir á haustönn hefst 1. febrúar og stendur til 28. febrúar 2026.

Inn­ritun í dag­skóla á haustönn hefst 13. mars og stendur til 26. maí 2026.

Innritun fyrir nemendur úr grunnskóla hefst 24. apríl og stendur til 10. júní 2026.

Inn­ritun fer fram á umsóknarvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Þar er einnig hægt að fylgjast með stöðu umsóknar. Umsóknir sem berast eftir að inn­ritun lýkur fara á biðlista um skóla­vist.

Hér má sjá námsbrautir skólans og inn á hverri braut­arsíðu má finna upp­lýs­ingar um inn­töku­skilyrði og hvenær námið er í boði.

Sækja um dagskóla


Innritun í dreifnám

Inn­ritun í dreifnám á haustönn 2026 hefst 13. mars og stendur til 26. maí 2026.

Sækja um dreifnám


Innritun í framhaldsnám

Inn­ritun í fram­haldsnám á haustönn 2026 hefst 13. mars nema annað sé tekið fram á viðkomandi brautarsíðu.

Nánari upp­lýs­ingar um inn­töku­skilyrði í fram­haldsnám má finna undir hverri braut fyrir sig.

Hljóðtækni
Nánari upp­lýs­ingar um hljóðtækni má finna á vefsíðu námsins.

Iðnmeistaranám
Nánari upp­lýs­ingar um iðnmeistaranám má finna á vefsíðu námsins.

Stafræn hönnun
Nánari upp­lýs­ingar um stafræna hönnun má finna á vefsíðu námsins.

Vefþróun
Nánari upp­lýs­ingar um vefþróun má finna á vefsíðu námsins.

Flugvirkjun
Nánari upp­lýs­ingar um flugvirkjun má finna á vefsíðu námsins.

 


Fyrir 10. bekkinga

Inn­ritun fyrir nemendur úr grunnskóla hefst 24. apríl og stendur til 10. júní 2026.

Innskráning fer fram á umsóknarvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, þar sem einnig er hægt að fylgjast með stöðu umsóknar.