Menu

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað

Fréttir

Umsagnir

Shape
Shape

Hugrún Rúnarsdóttir fór í Vefskólann og stofnaði fyrirtæki með vinkonu sinni sem sérhæfir sig í vefhönnun og forritun

„Námið í graf­ískri miðlun var frá­bært og því að þakka að ég kynntist for­ritun og vefsíðugerð. Hönnun, letur, mynd­vinnsla, texta­vinna, grunnur í HTML og CSS og margt fleira er allt sem ég nota dag­lega og kemur frá graf­ískri miðlun. Þessi tvö nám tvinna rosa­lega vel saman og ég hefði aldrei viljað sleppa því að fara í graf­íska miðlun þrátt fyrir að ég ein­beiti mér núna meira af vefnum en ekki prenti.“

Embla Rún Gunnarsdóttir kláraði námið árið 2017

„Ég lærði ótrú­lega margt gagn­legt í graf­ískri miðlun en það besta sem námið gaf mér var tæki­færi til að þroskast sem hönnuður. Ásamt því að vera í námi vinn ég sem skjá­hönnuður hjá sprota­fyr­ir­tækinu Taktikal. Við sér­hæfum okkur í að hjálpa fyr­ir­tækjum að komast inn í sta­f­ræna framtíð.“

Þetta nám hefur svo sannarlega borgaði sig!

„Hef ávallt haft ein­hvern áhuga á vefþróun en aldrei fundið nám sem hentaði mér eða var nógu heill­andi, þar til ég fann Vef­skólann. Kenn­ar­arnir eru ótrú­lega hjálp­samir, klárir og hvetj­andi og að læra um alla króka og kima vef­geirans er ein­stak­lega skemmti­legt og krefj­andi. Þetta nám hefur sann­ar­lega borgað sig.“

Alþjóðlegt sam­starf

Frábært tækifæri fyrir nemendur Tækniskólans

Nem­endur og kennara fara reglu­lega til annarra landa til að taka þátt í verk­efnum og nám­skeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækni­skól­anum.

Ávinn­ingur erlendra sam­skipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.

Nánar um alþjóðlegt samstarf

Félags­lífið

Komdu og vertu með!

Mikil gróska er í félags­lífi Tækni­skólans og hafa nem­endur unnið hörðum höndum að því að efla félags­lífið.

Í stórum skóla er mik­il­vægt að bjóða upp á fjöl­breytt félagslíf og er það stefna NST og annarra nem­enda­fé­laga Tækni­skólans.

Kynntu þér félagslífið

42 Framtíðarstofa

Hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans

Framtíðarstofan er hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans.

Nem­endur skólans og aðrir áhuga­samir geta komið og gert hug­myndir sínar að veru­leika.

Komdu í heim­sókn, kíktu inn og byrjaðu að skapa.

42 Framtíðarstofa