Menu

Verkefni frá nemendum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað

Fréttir

Umsagnir

Björgvin Pétur Sigurjónsson stundaði margmiðlunarhönnun í Kolding og 3D hreyfimyndahönnun í Los Angeles.

„Námið veitti mér öryggi í grafískum forritunum og ég hef séð að ég hef haft sterkari þekkingu á þessum forritum fram yfir aðra samnemendur mína í því framhaldsnámi sem ég fór í. Ég lærði margt sem er oftast ekki kennt í öðrum skólum tengt hönnun, eins og umbrot, undirbúningur fyrir prent og almennt tæknilegar útfærslur á hinum ýmsu hlutum. Þetta gagnast mér mjög mikið í dag.“

Sigurður fór í nám í verkfræði í Háskólanum eftir nám í Véltækniskólanum.

„Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í Háskólanum.“

Embla Rún Gunnarsdóttir kláraði námið árið 2017

„Ég lærði ótrúlega margt gagnlegt í grafískri miðlun en það besta sem námið gaf mér var tækifæri til að þroskast sem hönnuður. Ásamt því að vera í námi vinn ég sem skjáhönnuður hjá sprotafyrirtækinu Taktikal. Við sérhæfum okkur í að hjálpa fyrirtækjum að komast inn í stafræna framtíð.“

Alþjóðlegt samstarf

Frábært tækifæri fyrir nemendur Tækniskólans

Nemendur og kennara fara reglulega til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.

Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.

Nánar um alþjóðlegt samstarf

Félagslífið

Komdu og vertu með!

Mikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því að efla félagslífið.

Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og annarra nemendafélaga Tækniskólans.

Kynntu þér félagslífið

42 Framtíðarstofa

Hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans

Framtíðarstofan er hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans.

Nem­endur skólans og aðrir áhuga­samir geta komið og gert hug­myndir sínar að veru­leika.

Komdu í heim­sókn, kíktu inn og byrjaðu að skapa.

42 Framtíðarstofa