„Námið í grafískri miðlun var frábært og því að þakka að ég kynntist forritun og vefsíðugerð. Hönnun, letur, myndvinnsla, textavinna, grunnur í HTML og CSS og margt fleira er allt sem ég nota daglega og kemur frá grafískri miðlun. Þessi tvö nám tvinna rosalega vel saman og ég hefði aldrei viljað sleppa því að fara í grafíska miðlun þrátt fyrir að ég einbeiti mér núna meira af vefnum en ekki prenti.“
„Ég lærði ótrúlega margt gagnlegt í grafískri miðlun en það besta sem námið gaf mér var tækifæri til að þroskast sem hönnuður. Ásamt því að vera í námi vinn ég sem skjáhönnuður hjá sprotafyrirtækinu Taktikal. Við sérhæfum okkur í að hjálpa fyrirtækjum að komast inn í stafræna framtíð.“
„Hef ávallt haft einhvern áhuga á vefþróun en aldrei fundið nám sem hentaði mér eða var nógu heillandi, þar til ég fann Vefskólann. Kennararnir eru ótrúlega hjálpsamir, klárir og hvetjandi og að læra um alla króka og kima vefgeirans er einstaklega skemmtilegt og krefjandi. Þetta nám hefur sannarlega borgað sig.“
Nemendur og kennara fara reglulega til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.
Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.
Nánar um alþjóðlegt samstarfMikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því að efla félagslífið.
Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og annarra nemendafélaga Tækniskólans.
Kynntu þér félagslífiðFramtíðarstofan er hönnunar- og hátækniverkstæði Tækniskólans.
Nemendur skólans og aðrir áhugasamir geta komið og gert hugmyndir sínar að veruleika.
Komdu í heimsókn, kíktu inn og byrjaðu að skapa.
42 Framtíðarstofa