fbpx
Menu

Innsýn í námið

Góður grunnur

Meg­in­markmið námsins er að gera þér kleift að öðlast þá und­irstöðuþekk­ingu, leikni og hæfni sem þarf til að starfa sem fata­tæknir við sauma­skap og ýmsa þjón­ustu tengda fatnaði og tísku.

Námið er und­an­fari náms í lög­giltu iðngrein­unum kjólasaumi og klæðskurði. Þetta grunnnám tekur tvö ár.

Braut­ar­lýsing

FAT18 - Fatatækni

Fata­tækni er tveggja ára nám á 2. þrepi fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast heimi fata og tísku og vilja búa sig undir störf í atvinnu­lífi eða áfram­hald­andi nám, m.a. sérnám til sveins­prófs í fataiðngreinum. Það er þörf fyrir fata­tækna víða í atvinnu­lífinu svo sem í fata- og vefnaðarvöru­versl­unum, heild­sölu og við margs konar sýn­ingar. Fata­tæknar geta enn­fremur sinnt ýmsum sauma­störfum undir fag­stjórn sveina og meistara í fataiðn, haft umsjón með bún­ingum í leik­húsum, við kvik­myndagerð o.fl. Að loknu námi í fata­tækni hefur nem­andi, að upp­fylltum kröfum um starfsþjálfun, rétt til að hefja iðnnám til sveins­prófs í kjólasaumi eða klæðskurði.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám í fata­tækni þarf að hafa lokið 1. þreps áföngum í íslensku, ensku og stærðfræði eða vera með grunn­skóla­eink­unina B. Ef umsækj­andi nær ekki að upp­fylla þessi skilyrði stendur honum til boða að taka þá áfanga á 1. þrepi sem hann vantar.

 

Námsframvinda

Námið í fata­tækni tekur tvö ár, og er und­an­fari náms í lög­giltu iðngrein­unum kjólasaumi og klæðskurði.

Að loknu námi

Meg­in­markmið námsins er að gera þér kleift að öðlast þá und­irstöðuþekk­ingu, leikni og hæfni sem þarf til að starfa sem fata­tæknir við sauma­skap og ýmsa þjón­ustu tengda fatnaði og tísku.

Verk­efni nem­enda

Vinnustaðanám í klæðskurði

Mikil færni á skömmum tíma

Skipulag náms

Meðalnáms­tími er fjórar annir í skóla og átta vikna starfsþjálfun.

Hér er að finna vinnu­vottorð um starfsþjálfun vegna náms í fata­tækni á fram­halds­skóla­stigi við fataiðnbraut Hönn­unar- og hand­verks­skóla Tækni­skólans.

Íslenskt vottorð 

Enskt vottorð

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum að stærstum hluta. Nem­endur hafa þó sjálfir keypt efni fyrir frjáls verk­efni og ef þeir vilja nota annað efni en skólinn skaffar. Eins hafa nem­endur í sér­námi séð um efn­is­kostnað á lér­efti fyrir mát­anir viðskipta­vina.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í fata­tækni fer fram á Skólavörðuholti.

Nánari upp­lýs­ingar um staðsetn­ingu og húsnæði Tækni­skólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækni­skól­anum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nem­andi sem er í starfs­námi á fram­halds­skóla­stigi á kost á viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi. Slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Er nemendafélag?

Nánari upp­lýs­ingar um félagslíf og nemendafélög Tækni­skólans.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!