Meginmarkmið námsins er að gera þér kleift að öðlast þá undirstöðuþekkingu, leikni og hæfni sem þarf til að starfa sem fatatæknir við saumaskap og ýmsa þjónustu tengda fatnaði og tísku.
Námið er undanfari náms í löggiltu iðngreinunum kjólasaumi og klæðskurði. Þetta grunnnám tekur tvö ár.
Fatatækni er tveggja ára nám á 2. þrepi fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast heimi fata og tísku og vilja búa sig undir störf í atvinnulífi eða áframhaldandi nám, m.a. sérnám til sveinsprófs í fataiðngreinum. Það er þörf fyrir fatatækna víða í atvinnulífinu svo sem í fata- og vefnaðarvöruverslunum, heildsölu og við margs konar sýningar. Fatatæknar geta ennfremur sinnt ýmsum saumastörfum undir fagstjórn sveina og meistara í fataiðn, haft umsjón með búningum í leikhúsum, við kvikmyndagerð o.fl. Að loknu námi í fatatækni hefur nemandi, að uppfylltum kröfum um starfsþjálfun, rétt til að hefja iðnnám til sveinsprófs í kjólasaumi eða klæðskurði.
Til að hefja nám í fatatækni þarf að hafa lokið 1. þreps áföngum í íslensku, ensku og stærðfræði eða vera með grunnskólaeinkunina B. Ef umsækjandi nær ekki að uppfylla þessi skilyrði stendur honum til boða að taka þá áfanga á 1. þrepi sem hann vantar.
Námið í fatatækni tekur tvö ár, og er undanfari náms í löggiltu iðngreinunum kjólasaumi og klæðskurði.
Meginmarkmið námsins er að gera þér kleift að öðlast þá undirstöðuþekkingu, leikni og hæfni sem þarf til að starfa sem fatatæknir við saumaskap og ýmsa þjónustu tengda fatnaði og tísku.
Meðalnámstími er fjórar annir í skóla og átta vikna starfsþjálfun.
Hér er að finna vinnuvottorð um starfsþjálfun vegna náms í fatatækni á framhaldsskólastigi við fataiðnbraut Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum að stærstum hluta. Nemendur hafa þó sjálfir keypt efni fyrir frjáls verkefni og ef þeir vilja nota annað efni en skólinn skaffar. Eins hafa nemendur í sérnámi séð um efniskostnað á lérefti fyrir mátanir viðskiptavina.
Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.
Kennslan í fatatækni fer fram á Skólavörðuholti.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.
Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.
Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.
Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.
Notifications