Menu

Innsýn í námið

Tækni við fjölmiðla

Nám í hljóðupp­töku og vinnslu eins og best gerist á heimsvísu. Þú öðlast haldgóða þekk­ingu á upp­töku­tækni, hljóðfræði og raf­magnsfræði sem tengist hljóði. Auk þess lærirðu að þekkja vel for­sendur sta­f­rænnar tækni og haldgóða tónfræði og að þekkja vel hegðun hljóðs og eðlisfræðilögmál þess.
Námið er hnitmiðað hljóðvinnslunám með áherslu á upp­tökur, hljóðvinnslu og hljóðsetn­ingu ásamt ýmsu sem kemur sér vel í þessari fag­grein.
Kennsla fer m.a. fram í starf­andi stúdíói hjá Stúdíó Sýr­landi.

Nem­endur ljúka náminu á einu ári – þremur önnum. Námið er 90 ein­ingar.

 

Braut­ar­lýsing

HLT18 Hljóðtækni

Markmið hljóðtækni­brautar er að búa nem­endur undir að geta starfað sjálf­stætt við hljóðvinnslu, upp­töku og hljóðsetn­ingu. Að loknu námi eiga nem­endur að þekkja og kunna að vinna með helsta tækja­búnað sem notaður er í hljóð- og upp­töku­verum, við tón­leika­hald og við streymi á netið. Hljóðmaður býr yfir hæfni til að vinna sjálf­stætt að upp­tökum og vinnslu, veita ráðgjöf og gera ítar­legar tíma- og kostnaðaráætlanir. Hann er auk þess fær um að skila sinni vinnu í sam­starfi við framleiðanda eða verk­kaupa. Hann hefur djúpan skilning á þeim búnaði, verk­ferlum og fræðum sem snúa að starfinu. Hann getur viðað að sér auk­inni þekk­ingu í sam­ræmi við þau verk­efni sem fyrir liggja með því að nýta sér miðla og upp­lýs­ingar sem snúa að faginu. Hann getur auk þess nýtt sér þessa auknu þekk­ingu við störf sín.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Einungis er innritað í þetta nám á vorönn. Umsóknartímabil er í nóvember til desember.

Þú þarf að hafa lokið grunn­skóla og tveggja anna fram­halds­skóla­námi, að lág­marki 60 ein­ingum, þar af að lág­marki 10 ein­ingum í ensku, 10 ein­ingum í íslensku og 10 í stærðfræði, allt á 2. þrepi.

Einnig er æski­legt að hafa stundað tón­list­arnám eða hafa reynslu af tón­listar­flutn­ingi.

Inn­ritað er og tekið inn í námið á vorönn ár hvert.

Að loknu námi

Nem­endur sem klára þetta nám veljast í tæknistörf við hljóðvinnslu ljósvakamiðla. Það er t.d. hljóðupp­tökur og útsend­ingar útvarpsstöðva, sjón­varpsstöðva og blaðamiðla sem nýta sér vef­varp.
Einnig vinna í hljóðverum, við upp­tökur og eft­ir­vinnslu, tal­setn­ingu, upp­töku á hljóm­sveitum og ýmis­konar viðburðum til útgáfu eða beinna útsend­inga.

 

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni – þegar opnar fyri inn­ritun og umsókn fer í gegnum Innu inn­rit­un­arvef.

ATH. Aðeins er opið fyrir umsóknir á vorönn( í nóv­ember ár hvert). Nem­andi byrjar í náminu í janúar.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Kostnaður við bóka­kaup er u.þ.b. 55 þúsund krónur fyrir árið.

Mikið er lagt upp úr notkun Pro Tools hljóðvinnslu­for­ritsins. Nem­endur eiga kost á að leigja eða kaupa ProTools hljóðvinnslu­for­ritið. Leyfi fyrir 12 mánuði kostar tæpar 8€ á mánuði (vor 2018) en einnig er hægt að kaupa það á nálægt 45 þúsund krónur og er það þá með 50% afslætti til nem­enda.

Gott er að hafa góð heyrn­artól við tölvuna en verð á þeim er mjög breyti­legt.

Hvenær hefst kennsla?

Nám í hljóðtækni hefst um miðjan janúar ár hvert. Upphaf hverrar annar er örlítið breyti­legt en sumarönn byrjar að jafnaði rétt upp úr júní­byrjun og haustönnin um eða upp úr 10. sept­ember. Upp­lýs­ingar um nánari dag­setn­ingar koma frá fag­stjóra.

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla fer fram að mestu í Stúdío Sýrlandi að Vatnagörðum 4 en einnig hjá Tóney í Síðumúla 8 í Reykjavík.

Þarf ég að vera með fartölvu?

Nem­endur í hljóðtækni þurfa að hafa far­tölvu.

Er mætingarskylda?

Já, nánari reglur um skóla­sókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Í Raf­tækni­skól­anum er starf­andi skóla­félag sem hefur það hlut­verk að tengja stjórn­endur skólans við nem­endur og koma með athuga­semdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafn­framt er skóla­fé­lagið tengiliður stjórn­enda við nem­endur. Full­trúi skóla­fé­lagsins situr fundi með stjórn­endum reglu­lega sem og fagráði skólans.
Skóla­fé­lagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppá­komur.
Nem­endur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félags­starf. Saman mynda skóla­félög innan Tækni­skólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!