Menu

Innsýn í námið

Tækni og ráðgjöf

Námið í tækni­teiknun gerir þér kleift að öðlast þá þekk­ingu og færni sem tækni­teikn­urum er nauðsynleg í störfum sínum við gerð teikn­inga og frá­gang ýmis­konar hönn­un­ar­vinnu á teikni­stofum fyr­ir­tækja, ráðgef­andi verkfræðinga og arki­tekta.

Enn­fremur lærir þú  að annast kerf­is­stjórnun teikni­kerfa, fram­setn­ingu og kynn­ingu gagna, skipu­lagn­ingu og stjórnun skjala­vist­unar og önnur sérhæfð teikni‐ og skrif­stofu­störf.

Braut­ar­lýsing

TT17 Tækniteiknun

Tækni­teiknari vinnur teikn­ingar í sam­ræmi við gild­andi reglugerðir, staðla og teikni­reglur. Hann vinnur með ýmis teikni­forrit, setur upp vinnu­um­hverfi auk þess sem hann vinnur að fram­setn­ingu og útgáfu teikn­inga auk til­heyr­andi gagna. Tækni­teiknari annast skipu­lagn­ingu og vistun skjala, teikn­inga­skrár og teikn­inga­núm­era­kerfi og ber ábyrgð á að teikn­inga­skrár séu uppfærðar og réttar. Þegar nem­andi lýkur námi í tækni­teiknun útskrifast hann með form­legum hætti og fær útgefið próf­skír­teini sem veitir rétt til að nota starfs­heitið tækni­teiknari og starfa sem slíkur innan grein­ar­innar.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Ein­ungis er inn­ritað í tækni­teiknun á haustönn (umsókn­ar­tímabli mars til maí).

Nem­endur hafi lokið grunn­skóla og 45 ein­ingum í fram­halds­skóla. Þar af þurfa þeir að hafa lokið að minnsta kosti 10 ein­ingum í lífs­leikni og menn­ing­ar­læsi/​félags­greinum á 1.þrepi og 5 ein­ingum í íþróttum. Enn fremur hafi nem­endur lokið 30 ein­ingum í íslensku, ensku og stærðfræði á 2. þrepi – tveimur áföngum í hverri grein.

Hafi nem­andi ekki lokið þeim eru þær teknar á  tveimur önnum áður en byrjað er á fag­grein­unum.

Ein­göngu er tekið inn í námið á haustin.

Að loknu námi

Nem­endur útskrifast sem tækni­teikn­arar og er meðalnáms­tími sex annir í skóla. Námið er góður grunnur, hvort sem stefnt er á frekara nám á háskóla­stigi eða beint á vinnu­markað. Hægt að taka viðbót­arnám til stúd­ents­prófs.

Tækni­teikn­arar starfa við teikni- og hönn­un­ar­vinnu á teikni­stofum fyr­ir­tækja, ráðgef­endur verkfræðinga, arki­tekta, rík­is­stofnana og bæj­ar­fé­laga svo eitthvað sé nefnt.

Verk­efni nem­enda

Tækniteiknarar í Danmörku

Tækniteiknarar í Danmörku

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í tækni­teiknun fer fram á Skólavörðuholti og Hafnarfirði, Flata­hrauni 12.

Nánari upp­lýs­ingar um staðsetn­ingu og húsnæði Tækni­skólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækni­skól­anum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nem­andi sem er í starfs­námi á fram­halds­skóla­stigi á kost á viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi. Slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Er nemendafélag?

Nánari upp­lýs­ingar um félagslíf og nemendafélög Tækni­skólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!