Námið í tækniteiknun gerir þér kleift að öðlast þá þekkingu og færni sem tækniteiknurum er nauðsynleg í störfum sínum við gerð teikninga og frágang ýmiskonar hönnunarvinnu á teiknistofum fyrirtækja, ráðgefandi verkfræðinga og arkitekta.
Ennfremur lærir þú að annast kerfisstjórnun teiknikerfa, framsetningu og kynningu gagna, skipulagningu og stjórnun skjalavistunar og önnur sérhæfð teikni‐ og skrifstofustörf.
Tækniteiknari vinnur teikningar í samræmi við gildandi reglugerðir, staðla og teiknireglur. Hann vinnur með ýmis teikniforrit, setur upp vinnuumhverfi auk þess sem hann vinnur að framsetningu og útgáfu teikninga auk tilheyrandi gagna. Tækniteiknari annast skipulagningu og vistun skjala, teikningaskrár og teikninganúmerakerfi og ber ábyrgð á að teikningaskrár séu uppfærðar og réttar. Þegar nemandi lýkur námi í tækniteiknun útskrifast hann með formlegum hætti og fær útgefið prófskírteini sem veitir rétt til að nota starfsheitið tækniteiknari og starfa sem slíkur innan greinarinnar.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í kjarnagreinum þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla
Einungis er innritað í tækniteiknun á haustönn, sjá umsóknartímabil innritunar.
Nemendur útskrifast sem tækniteiknarar og er meðalnámstími sex annir í skóla. Námið er góður grunnur, hvort sem stefnt er á frekara nám á háskólastigi eða beint á vinnumarkað. Hægt að taka viðbótarnám til stúdentsprófs.
Tækniteiknarar starfa við teikni- og hönnunarvinnu á teiknistofum fyrirtækja, ráðgefendur verkfræðinga, arkitekta, ríkisstofnana og bæjarfélaga svo eitthvað sé nefnt.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.
Kennslan í tækniteiknun fer fram á Skólavörðuholti og Hafnarfirði, Flatahrauni 12.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.
Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.
Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.
Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.