fbpx
Menu

Nemendur

Tækniteiknarar í Danmörku

Í nemendaferðum til Evrópu á vegum Erasmus+ kynnast nemendur ólíkum aðferðum og menningu. Nemendur okkar í tækniteiknun sátu í fyrirlestrum í Next í Kaupmannahöfn, sem er góður samstarfsskóli Tækniskólans, og kíktu líka í heimsókn í aðra skóla.

Ferðin opnaði sýn á ýmsa möguleika og aðra menningu.

Auk þess að heimsækja skóla fór hópurinn í ýmis fyrirtæki og skoðaðar voru byggingar sem eru sérstakar vegna byggingarlistar. Þar sem boðið var upp á slíkt var fengin sérstök leiðsögn fyrir tækniteiknaranemendur. Gaman er að segja frá því að í heimsókn í eitt fyrirtækið hittu nemendurnir fyrrverandi nemanda Tækniskólans, Hrefnu Harðardóttur, sem vinnur hjá NCC (NCC Construction Danmark A/S).

Markmiðið með svona ferðum er að veita öllum tækifæri til að öðlast dýpri þekkingu á sínu starfssviði, opna sýn á fjölbreytta möguleika og nemendur verða betur undirbúnir fyrir framhaldsmenntun hvort sem er heima eða erlendis.

 

Alþjóðasamstarf Tækniskólans

Era­smus+ veitir nem­endum í starfs­mennta­skólum og nemum á samn­ingi tæki­færi til að fara í náms- og þjálf­un­arferðir og starfsnám hjá fyr­ir­tækjum, skólum og stofn­unum í Evrópu í 2 vikur til 12 mánuði. Námið/þ​jálf­unin verður hluti af námi viðkom­andi nem­anda og metið sem slíkt að dvöl lok­inni. Hér eru upplýsingar um alþjóðasamstarf og Erasmus+ styrk hjá Tækniskólanum.

Verkefni frá nemendum

Starfsnám í húsgagnasmíði

Námssamningur í París

Til Danmerkur í Húsgagnabólstrun

Klára námið í Skive

Útskriftarverkefni

Útskriftarverkefni

Ferð til Frankfurt

Um jafnrétti fyrir alla