Ferðin opnaði sýn á ýmsa möguleika og aðra menningu.
Auk þess að heimsækja skóla fór hópurinn í ýmis fyrirtæki og skoðaðar voru byggingar sem eru sérstakar vegna byggingarlistar. Þar sem boðið var upp á slíkt var fengin sérstök leiðsögn fyrir tækniteiknaranemendur. Gaman er að segja frá því að í heimsókn í eitt fyrirtækið hittu nemendurnir fyrrverandi nemanda Tækniskólans, Hrefnu Harðardóttur, sem vinnur hjá NCC (NCC Construction Danmark A/S).
Markmiðið með svona ferðum er að veita öllum tækifæri til að öðlast dýpri þekkingu á sínu starfssviði, opna sýn á fjölbreytta möguleika og nemendur verða betur undirbúnir fyrir framhaldsmenntun hvort sem er heima eða erlendis.
Alþjóðasamstarf Tækniskólans
Erasmus+ veitir nemendum í starfsmenntaskólum og nemum á samningi tækifæri til að fara í náms- og þjálfunarferðir og starfsnám hjá fyrirtækjum, skólum og stofnunum í Evrópu í 2 vikur til 12 mánuði. Námið/þjálfunin verður hluti af námi viðkomandi nemanda og metið sem slíkt að dvöl lokinni. Hér eru upplýsingar um alþjóðasamstarf og Erasmus+ styrk hjá Tækniskólanum.