fbpx
Menu

Trésmíði – Handavinna

Kennd eru vinnubrögð með handverkfæri og litlar trésmíðavélar.

Farið verður í samsetningar, pússningu og samlímingar.

Athugið að eingöngu eru notuð handverkfæri og litlar vélar.

Trésmíði - handavinna

Námskeiðsgjald

76.000 kr.

Fyrirspurnir

[email protected]

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu eru kennd fyrstu grunnatriði trésmíða með áherslu á færni í notkun handverkfæra og lítilla trésmíðavéla, farið er í aðferðir trésamsetninga eins og geirneglingu og töppun.

Farið er yfir umhirðu á verkfærum eins og brýnslu sporjárna og stillingu handhefla
Þátttakendur læra að nota hefilbekki með áherslu á góða vinnuaðstöðu.

Kennslan byggir að hluta á stuttum fyrirlestrum þar sem kennari útskýrir grunnatriði fyrir þátttakendum en stærsti hlutinn er smíðaverkefnið sem er verkfæra/sauma/flöskukassi  (fer eftir hvað hver og einn ákveður).

 • Leiðbeinandi

  Hugrún Inga Ingimundardóttir

 • Hámarksfjöldi

  9

 • Forkröfur

  Engar

 • Fréttabréf

  Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans

Nánari upplýsingar

Dagsetning Vikudagur Tímasetning
13. febrúar Þriðjudagur 18:00–21:20
14. febrúar Miðvikudagur 18:00–21:20
20. febrúar Þriðjudagur 18:00–21:20
21. febrúar Miðvikudagur 18:00–21:20
27. febrúar Þriðjudagur 18:00–21:20
28. febrúar Miðvikudagur 18:00–21:20

Alls 20 klst.

Hugrún Ingimundardóttir
Hugrún er  húsgagnasmíðameistari og kennari við Byggingatækniskóla Tækniskólans.

 

 

 

Námskeiðsgjald: 76.000 kr.
Efni: Innifalið efni í smíðaverkefni.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]

Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Kostur að verkefnin eru hæfilega krefjandi
og svo er hún Hugrún auðvitað alveg framúrskarandi kennari.

Mjög fjölbreytt og skemmtilegt verkefni.

Fær kennari, bæði í efninu og í að miðla því.

 

 

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.