Trésmíði – Handavinna
Kennd eru vinnubrögð með handverkfæri og litlar trésmíðavélar.
Farið verður í samsetningar, pússningu og samlímingar.
Athugið að eingöngu eru notuð handverkfæri og litlar vélar.

Kennd eru vinnubrögð með handverkfæri og litlar trésmíðavélar.
Farið verður í samsetningar, pússningu og samlímingar.
Athugið að eingöngu eru notuð handverkfæri og litlar vélar.
Á námskeiðinu eru kennd fyrstu grunnatriði trésmíða með áherslu á færni í notkun handverkfæra og lítilla trésmíðavéla, farið er í aðferðir trésamsetninga eins og geirneglingu og töppun.
Farið er yfir umhirðu á verkfærum eins og brýnslu sporjárna og stillingu handhefla
Þátttakendur læra að nota hefilbekki með áherslu á góða vinnuaðstöðu.
Kennslan byggir að hluta á stuttum fyrirlestrum þar sem kennari útskýrir grunnatriði fyrir þátttakendum en stærsti hlutinn er smíðaverkefnið sem er verkfæra/sauma/flöskukassi (fer eftir hvað hver og einn ákveður).
Hugrún Inga Ingimundardóttir
9
Engar
Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans
Dagsetning | Vikudagur | Tímasetning |
---|---|---|
13. febrúar | Þriðjudagur | 18:00–21:20 |
14. febrúar | Miðvikudagur | 18:00–21:20 |
20. febrúar | Þriðjudagur | 18:00–21:20 |
21. febrúar | Miðvikudagur | 18:00–21:20 |
27. febrúar | Þriðjudagur | 18:00–21:20 |
28. febrúar | Miðvikudagur | 18:00–21:20 |
Alls 20 klst.
Hugrún Ingimundardóttir
Hugrún er húsgagnasmíðameistari og kennari við Byggingatækniskóla Tækniskólans.
Námskeiðsgjald: 76.000 kr.
Efni: Innifalið efni í smíðaverkefni.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]
Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.
Kennslan er kynning og sýnikennsla á þeim fjölmörgu efnum og aðferðum sem notuð eru til viðgerða á gömlum húsgögnum. Þátttakendur taki með sér minni hluti eins og stól, náttborð eða innskotsborð til að vinna með.