Menu

Kafli 12 – Skólanámskrá


Reglur um skólasókn

Reglu­lega er gerð úttekt á skóla­sókn nem­enda. Nem­endur sem ekki fylgja reglum um skóla­sókn fá senda áminn­ingu í gegnum Innu. Við end­ur­tekin brot á reglum um skóla­sókn áskilur skólinn sér rétt til að vísa nem­and­anum úr skól­anum.

  1. Nemendur sæki allar kennslustundir í þeim áföngum sem þeir hafa valið sér og mæta stundvíslega.
  2.  Litið er svo á að ef nemandi mætir ekki í skólann fyrstu kennsluvikuna og hefur ekki gert grein fyrir fjarveru sinni ætli hann ekki að stunda nám í skólanum.
  3.  Ef kennsla hefst ekki stundvíslega og forföll kennara hafa ekki verið tilkynnt skulu nemendur spyrjast fyrir um orsökina á skrifstofu skólans
  4.  Viðvera nemenda er metin með eftirfarandi hætti:
  • Fjarvist úr kennslustund í meira en 20 mínútur – 2 fjarvistarstig
  •  Fjarvist úr kennslustund í minna en 20 mínútur – 1 fjarvistarstig
  •  Fyrir 95-100% raunmætingu er gefin ein námseining sem nýtist sem hluti af frjálsu vali.
  •  Fari nemandi niður fyrir 80% heildarmætingu hefur skólinn rétt til að vísa honum úr skóla.
  •  Hafi nemandi fengið áminningu og verið vísað úr skólanum, á nemandinn ekki rétt á skólavist á næstu önn. Skólasóknareining er gefin fyrir heildarmætingu í námi 12 kennslustundir eða 15 einingar á önn hið minnsta.

Hægt er að veita undanþágu á skóla­sókn­ar­reglum fyrir afreks­fólk í sam­ræmi við kafla 16.2 í aðalnám­skrá. Nem­andi sem hyggst nýta sér undanþágu skal skila inn viðeig­andi gögnum til viðkom­andi skóla­stjóra.

 

Einkunnir fyrir skólasókn:

•   97–100% eink. 10 – 1 ein.*
•   94–96,9% eink. 9 – 1 ein.*
•   91–93,9% eink. 8 – 0 ein.
•   88–90,9% eink. 7 – 0 ein.
•   84–87,9% eink. 6 – 0 ein.
•   80–83,9% eink. 5 – 0 ein.
•   75–79,9% eink. 4 – 0 ein.
•   70–74,9% eink. 3 – 0 ein.
•   65–69,9% eink. 2 – 0 ein.
•   Minna en 65% eink. 1 – 0 ein.

 

* Skólasóknareining er gefin fyrir raunmætingu í námi 12 kennslustundir eða 15 einingar á önn hið minnsta.

 

Veikindi – vottorð

Nem­endur yngri en 18 ára – Forráðamenn/​aðstand­endur skrá veik­indi nem­enda beint inn í Innu. Skólinn staðfestir mót­töku slíkra vottorða með tölvu­pósti til forráðamanns. Nem­endur, 18 ára og eldri, geta til­kynnt hefðbundin veik­indi í Innu án þess að leggja fram lækn­is­vottorð. Kenn­urum og öðru starfs­fólki Tækni­skólans er ekki heimilt að gefa nem­endum leyfi í tímum Athugið, ef veikindaforföll nemanda fara yfir 10 daga á önn þá þarf nemandi að fara til námsráðgjafa eða skólastjóra.

•  Sjá nánar um veikindi og forföll

•  Sjá nánar um hvernig nemendur/aðstandendur skrá veikindi eða forföll

 

Langvinn veikindi

Nem­endum sem eiga við lang­vinna eða þráláta sjúk­dóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skóla­göngu þeirra á önn­inni er bent á að ræða við námsráðgjafa.

 

Íþróttir

Þeir nem­endur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði til skrif­stof­unnar innan viku frá afhend­ingu stunda­skrár, sjá nánar um íþróttir

 

Viðveruskráning nemenda

Kennari skráir viðveru nem­enda í Innu sam­kvæmt VNL-301a.

 

 

Uppfært 24. október 2024
Áfangastjórn