fbpx
Menu

Íþróttir

Íþróttir

Íþróttir eru skylduáfangi í skólanum.

Ef þú iðkar íþróttir eða stundar þjálfun annars staðar geturðu gert íþróttasamning. Lágmarksmæting er einu sinni í viku en nemendur geta mætt oftar ef þeir vilja. 
Íþróttir verða kenndar á þremur stöðum veturinn 2019-2020.

Lágmarksmæting og staðsetning íþróttatíma:

Lágmarksmæting er einu sinni í viku en nemendur geta mætt oftar ef þeir vilja.

Íþróttakennararnir okkar.

Hafnarfjörður:  Kennt verður í World class Dalshrauni 1.  Nemendur mæta í sinn skráða íþróttatíma og hitta kennara sem fer yfir veturinn með honum.

Háteigsvegur:  Aðstaða á Háteigsvegi er ekki klár fyrir veturinn og verða íþróttakennarar með aðsetur í miðrými á annari hæð til að byrja með.  Nemendur mæta í sinn skráða íþróttatíma og kennari fer yfir veturinn með honum

Skólavörðuholtið:  Aðstaða á Skólavörðuholti er ekki klár fyrir veturinn og verða íþróttakennarar með aðsetur á skrifstofu aðstoðarskólameistara.  Nemendur mæta í sinn skráða íþróttatíma og kennari fer yfir veturinn með honum.

Sjá kennarar í íþróttum.

Upplýsingar til nemenda Tækniskólans sem ætla á íþróttasamning.

Ef þú ert skráð/ur í verklega íþróttaáfanga og/eða stunda líkamsrækt undir stjórn kennara eða sérmenntaðs þjálfara getur þú fengið íþróttaáfanga metinn. Þú þarft að gera samning um þessi atriði við íþróttakennarann og ef ekki er staðið við samninginn fellur hann úr gildi.

Atriði varðandi íþróttasamning:

  1. Hægt er að gera samning við íþróttadeild Tækniskólans um að stunda íþróttaæfingar á öðrum stað en í skólanum.
  2. Samninginn er hægt að gera fyrstu tvær vikurnar í byrjun annar.
  3. Nemandinn kemur í sinn skráða íþróttatíma með staðfestingu um hvar hann æfi og æfingatímabilið.
  4. Á miðri önn kemur nemandi með æfingaráætlun sína og skilar til íþróttakennara.
  5. Í lok annar kemur nemandinn svo með útprentun / staðfestingu af mætingu sinni á önninni. Lámarks mæting eru 30 skipti.
  6. Ef nemandi uppfyllir áðurnefnd skilyrði hefur hann staðist áfangann og fær einkunn.