Menu

Veikindi og forföll

Hér finnið þið upplýsingar um veikindaskráningu.
Athugið að ekki er þörf á að hringja í skólann ef nemandi getur ekki mætt í kennslustund vegna veikinda.

Vottorð vegna veikinda

Ekki er þörf á að hringja í skólann – ef nem­andi getur ekki mætt í kennslu­stund og/eða námsmat vegna veik­inda. Forföll eru tilkynnt til skrifstofu skólans á eftirfarandi hátt:

Nemendur yngri en 18 ára – Forráðamenn skrá veik­indi nem­enda undir 18 ára beint inn í Innu. Ef nemandi gefur forráðamönnum aðgang að Innu, sjá leiðbeiningar eftir að 18 ára aldri er náð hefur forráðamaður áframhaldandi heimilt til að skrá veikindi beint í Innu

Nemendur sem eru orðnir 18 ára þurfa að skila lækn­is­vottorði á skrif­stofu skólans innan viku frá þeim degi sem þeir koma aftur í skólann eftir veik­indi.

Ekki er tekið við vottorðum hluta úr degi. Fjar­vista­stig vegna veik­inda eru felld niður upp að 93%.

Fara á Innu til að skrá veikindi

Skrá nema yngri en 18 ára veikan í Innu

Leiðbeiningar fyrir aðstandendur nema yngri en 18 ára

Forráðamenn geta skráð veikindi nemenda undir 18 ára beint inn í Innu.
Eingöngu er hægt að skrá veikindi samdægurs eða einn dag fram í tímann.

 

Leiðbeiningar fyrir forráðamenn til að skrá veikindi

Veikindi í námsmati/prófi

Ef nemandi er ófær vegna vottaðra veikinda að leysa lykilmatsþátt1 þegar hann skal unninn þá skal boðið upp á annan námsmatstíma í samráði við kennara.

Langvinn veikindi - Íþróttir

Nemendum sem eiga við langvinna eða þráláta sjúkdóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skólagöngu þeirra á önninni er bent á að ræða við námsráðgjafa.

Íþróttir

Þeir nemendur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði innan viku frá afhendingu stundaskrár.

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!