fbpx
en
Menu
en

Veikindi og forföll

Hér finnið þið upplýsingar um veikindaskráningu.

Athugið að ekki þarf að hringja í skólann ef nem­andi kemst ekki í kennslu­stund og/eða námsmat vegna veik­inda. Veikindi eru skráð í Innu.

Ef um fjarveru vegna COVID-19 er að ræða skal einnig skrá það í Innu og skrifa í skýringu hvort nemandi er í einangrun eða sóttkví. Þar skal einnig tekið fram hversu lengi nemandi verður frá skóla ef það er vitað. Nemendur sem ekki eru þríbólusettir þurfa að fara í sóttkví ef það er smit á heimilinu.

Nemendur 18 ára og eldri skrá veikindi sjálfir en forráðamenn þurfa að skrá veikindi nemenda yngri en 18 ára. Athugið að aðeins er hægt að skrá veikindi einn dag fram í tímann.

Ath. Áríðandi er að skrá forföll á hverjum degi í Innu ef um langtímaveikindi er um að ræða eða einangrun/sóttkví vegna COVID.

Vegna COVID-19

Skrá skal veikindi í Innu og skrifa í skýringu einangrun eða sóttkví þegar um fjarveru vegna COVID-19 er að ræða. Einnig skal tekið fram tímabil ef það er vitað.

Nemendur 18 ára og eldri skrá veikindi sjálfir en forráðamenn þurfa að skrá veikindi nemenda yngri en 18 ára. Athugið að aðeins er hægt að skrá veikindi einn dag fram í tímann.

Ath. Áríðandi er að skrá forföll á hverjum degi í Innu ef um langtímaveikindi er um að ræða eða einangrun/sóttkví vegna COVID.

 

Fara í Innu

Skrá veikindi - vottorð

Nemandi yngri en 18 ára – Forráðamenn skrá veik­indi beint inn í InnuEf ekki er hægt að skrá veikindi í Innu geta forráðamenn sent veikindatilkynningar á [email protected]

Nemendur, 18 ára og eldri, geta nú tilkynnt hefðbundin veikindi í Innu án þess að leggja fram læknisvottorð.

Ef nemendur yngri en 20 ára veita forráðamanni/aðstandanda aðgang að Innu getur hann tilkynnt veikindi í gegnum Innu.

Ath. Áríðandi er að skrá forföll á hverjum degi í Innu ef um langtímaveikindi er um að ræða eða einangrun/sóttkví vegna COVID.

Það skal tekið fram að kennurum og öðru starsfólki Tækniskólans er ekki heimilt að gefa nemendum leyfi í tímum.

Leiðbeiningar til að skrá veikindi

Veikindi í námsmati/prófi

Ef nemandi er ófær vegna vottaðra veikinda að leysa lykilmatsþátt 1 þegar hann skal unninn þá skal boðið upp á annan námsmatstíma í samráði við kennara.

Langvinn veikindi - Íþróttir

Nemendum sem eiga við langvinna eða þráláta sjúkdóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skólagöngu þeirra á önninni er bent á að ræða við náms- og starfsráðgjafa.

 

Íþróttir

Þeir nemendur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði innan viku frá afhendingu stundaskrár.

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!