Námið býr nemendur undir störf í atvinnulífinu.
Margir nemendur okkar ljúka stúdentsprófi samhliða réttindaprófi tækni- og starfsnáms með viðbótaráföngum.
Við erum stærsti framhaldsskóli landsins með rúmlega 250 starfsmenn og tæplega 2.500 nemendur samtals í dagskóla og dreifnámi.
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, verði áfram helsti verk- og tæknimenntaskóli landsins, njóti virðingar nemenda og atvinnulífs fyrir góða menntun og verði eftirsóttur vinnustaður. Tækniskólinn verði leiðandi í framboði á framhaldsmenntun að loknu starfsnámi.
Tækniskólinn hefur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi og rekstri skólans. Mikilvægt er að starf innan skólans sé á grundvelli þessara gilda og að sífellt sé leitast við að mæta þeim kröfum sem samtíminn gerir til skólastarfs. Samhliða er horft til framtíðar og rýnt í þróun kennslu og starfshátta.
Námsbrautirnar okkarTækniskólinn er stoltur þátttakandi í samvinnuverkefni Landlæknis – “Heilsueflandi framhaldsskóli” frá árinu 2011.
Markmið verkefnisins er að stuðla að vellíðan og auknum árangri nemenda og starfsfólks og hjálpar okkur að marka stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum og mynda þannig ramma um forvarnir og heilsueflingu.
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá 2008, aðalnámskrá framhaldsskóla. Tækniskólinn tekur mið af lögunum frá 2008 og viðeigandi reglugerðum. Hlutverk Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, er að stuðla að alhliða þroska nemenda, búa þá undir störf í atvinnulífinu og frekara nám í sérskólum og háskólum. Einnig er það hlutverk skólans að búa nemendur undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi og leitast við að efla með þeim gagnrýna hugsun, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi.
Sérstakt hlutverk Tækniskólans er að mennta eftirsótt starfsfólk í handverks-, iðnaðar-, tækni-, vélstjórnar-, skipstjórnar, og sjávarútvegstörfum í íslensku jafnt sem alþjóðlegu umhverfi bæði til sjós og lands.
Stefnur hafa verið mótaðar í málum er koma að rekstri og stjórnun. Innan skólans starfa teymi starfsmanna sem setja stefnurnar í samstarfi við gæða- og skjalastjóra og sjá um að þeim sé framfylgt.
M.a. er persónuverndarstefna og leggur skólinn áherslu á að tryggja að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga