fbpx
en
Menu
en

Um Tækniskólann

Námið býr nemendur undir störf í atvinnulífinu.
Margir nemendur okkar ljúka stúdentsprófi samhliða réttindaprófi tækni- og starfsnáms með viðbótaráföngum.

Við erum stærsti framhaldsskóli landsins með rúmlega 250 starfsmenn og tæplega 2.500 nemendur samtals í dagskóla og dreifnámi.

Framtíðarsýn

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, verði áfram helsti verk- og tæknimenntaskóli landsins, njóti virðingar nemenda og atvinnulífs fyrir góða menntun og verði eftirsóttur vinnustaður.  Tækniskólinn verði leiðandi í framboði á framhaldsmenntun að loknu starfsnámi.

Tækniskólinn hefur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi og rekstri skólans. Mikilvægt er að starf innan skólans sé á grundvelli þessara gilda og að sífellt sé leitast við að mæta þeim kröfum sem samtíminn gerir til skólastarfs. Samhliða er horft til framtíðar og rýnt í þróun kennslu og starfshátta.

Námsbrautirnar okkar

Gildi

Tækniskólinn hefur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi  í öllu starfi og rekstri skólans. Mikilvægt er að starf innan skólans sé á grundvelli þessara gilda og að sífellt sé leitast við að mæta þeim kröfum sem samtíminn gerir til skólastarfs. Samhliða er horft til framtíðar og rýnt í þróun kennslu og starfshátta.
Gildi Tækniskólans eru eftirfarandi:

Menntun
Virðing
Fagmennska
Framsækni

Nánar um gildin

Gæðamál

Í Tækniskólanum er virk gæðastjórnun sem tekur til allrar starfsemi skólans, tryggir þekkingu starfsmanna á innri ferlum skólans, stuðlar að sífelldum umbótum á allri starfsemi skólans og að unnið sé eftir ferlum gæðakerfisins.

Gæðaráð, sem skipað er fulltrúum stjórnenda, starfsmanna, kennara og nemenda, fundar reglulega um gæðakerfi skólans, stöðu þess, þörf fyrir og framgang forvarna- og úrbótaverkefna.

Um gæðamál og sjálfsmat

Heilsueflandi skóli

Tækniskólinn er stoltur þátttakandi í samvinnuverkefni Landlæknis – “Heilsueflandi framhaldsskóli” frá árinu 2011.
Markmið verkefnisins er að stuðla að vellíðan og auknum árangri nemenda og starfsfólks og hjálpar okkur að marka stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum og mynda þannig ramma um forvarnir og heilsueflingu.

Heilsustefna skólans

Hlutverk

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá 2008, aðalnámskrá framhaldsskóla. Tækniskólinn tekur mið af lögunum frá 2008 og viðeigandi reglugerðum. Hlutverk Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, er að stuðla að alhliða þroska nemenda, búa þá undir störf í atvinnulífinu og frekara nám í sérskólum og háskólum. Einnig er það hlutverk skólans að búa nemendur undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi og leitast við að efla með þeim gagnrýna hugsun, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi.

Sérstakt hlutverk Tækniskólans er að mennta eftirsótt starfsfólk í handverks-, iðnaðar-, tækni-, vélstjórnar-, skipstjórnar, og sjávarútvegstörfum í íslensku jafnt sem alþjóðlegu umhverfi bæði til sjós og lands.

Saga

Tækniskólinn var stofnaður árið 2008 þegar Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskólinn sameinuðust.

Skólinn er stærsti framhaldsskóli landsins og byggir á langri og merkri sögu sem tengist atvinnulífi landsins á marga vegu.

Hér á vefnum er rakin í stuttu máli saga skólanna sem eru grunnur Tækniskólans.

Sagan

Stefnur

Stefnur hafa verið mótaðar í málum er koma að rekstri og stjórnun. Innan skólans starfa teymi starfsmanna sem setja stefnurnar í samstarfi við gæða- og skjalastjóra og sjá um að þeim sé framfylgt.

M.a. er persónuverndarstefna og leggur skólinn áherslu á að tryggja að öll meðferð per­sónu­upp­lýs­inga sé í sam­ræmi við ákvæði laga um per­sónu­vernd og meðferð per­sónu­upp­lýs­inga

Allar stefnur skólans er að finna í gæðahandbók skólans í kafla 1.2

Fara í gæðahandbók skólans

Stjórn, skipurit

Skólinn er einkarekinn skóli, rekstrarfélag, með þjónustusamning við Mennta- og menningarmálaráðuneytið um rekstur framhaldsskóla . Í þjónustusamningnum eru ákvæði um að rekstrarfélag skólans geti ekki tekið arð úr rekstrinum og allur ábati skili sér í skólastarfið.
Markmið eigenda rekstrarfélagsins er að skólinn skili færum starfsmönnum út í atvinnulífið.

Rekstrarfélag Tækniskólans er í eigu eftirtalinna aðila:
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtaka iðnaðarins (SI), Samorku, og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík (IMFR).

Stjórn skólans er skipuð fulltrúum eigenda.

Um stjórn og skipurit
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!