fbpx
en
Menu
en

Adobe – fjarlægja af MAC

31. október 2019

Adobe – fjarlægja af MAC

ATH: Áður ferlið er hafið þarf að passa að það er slökkt á öllum Adobe for­ritum

1. Náðu í Adobe hreinsarann

Smelltu hér til að sækja tólin sem þú þarft til að fjarlægja Adobe.
Hérna þarftu að skrá þig inn með Tækniskóla aðganginum þínum.

Innskráning á Microsoft portal
ATH : Ef þú veist ekki Tækniskóla aðganginn þinn þá skalt þú smella hér

Opnaðu “Adobe” skjalið svo farðu í “MAC”  og smelltu á “Download” takkan á „MAC ADOBE.zip“.

Skref sem þarf að taka til að niðurhlaða Adobe fyrir MAC

2. Afþjappaðu möppuna

Byrjaðu á því að afþjappa möppunni “MAC ADOBE”, í henni þarf líka að afþjappa möppuna “AdobeCreativeCloudCleanerTool” með að tvísmella á hana.

Afþjappa Adobe hreinsunar tól á MAC

3. Hreinsaðu Adobe

Opnaðu “Finder” og farðu í “Applications”, fyrir öll Adobe forrit (Creative Cloud líka) sem þú sérð þarf að hægri smella á þau og ýta á “Move to Bin”’. Síðan þarf að tæma ruslatunnuna til að losa forritin af tölvunni.

Hvernig á að eyða Adobe öpp frá macca

Næst þarf að fara í „MAC ADOBE“ möppuna og tvísmella á “AdobeCreativeCloudCleanerTool.dmg” og svo keyra “Adobe Creative Cloud Cleaner Tool”. Í þessu tóli þarf að smella á “Clean All” og leyfa forritinu að hreinsa upp. Ef það eru einhverjir valkostir eftir fyrir utan „Fix Host File“ þá skal velja þá alla og smella síðan á Cleanup Selected

Hreinsa Adobe með Cleaning Tool

Að lokum þarf að endurræsa tölvuna. Eftir það verða öll Adobe forrit farin af tölvunni.