Orkumál með áherslu á græna orku og sjálfbærni
Veturinn 2021–2022 voru K2: Tækni- og vísindabraut og Raftækniskólinn þátttakendur í áhugaverðu Evrópusamstarfi með Střední škola průmyslová, technická a automobilní Jihlava í Jihlava í Tékklandi sem er um 50 þúsund íbúa bær í 140 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Prag. Heiti verkefnisins er „Comparison of Energy Potential of Iceland and the Czech Republic“ og er leitast við að skoða og bera saman orkumál beggja landanna með áherslu á græna orku og sjálfbærni.
Tólf nemendur taka þátt í verkefninu og átta kennarar og er það að fullu styrkt af EEA Grants. Íslenski hópurinn heimsótti Jihlava í tvær vikur í nóvember og skoðaði meðal annars kjarnorkuver, kolanámu og stálsmiðju. Áætlað er að tékknesku nemendurnir komi til Íslands í sambærilega heimsókn núna á vormánuðum 2022.
Střední škola průmyslová, technická a automobilní Jihlava er tækniskóli með um 1200 nemendur og sá stærsti sinnar tegundar í landshlutanum.