Hönnun og vandað handverk
Sýning sem vekur athygli
Sýning í húsgagnasmíði er haldin á hverri önn og eru þar til sýnis lokaverkefni útskriftarnema ásamt fleiri verkum.
Sýningin er kjörið tækifæri til að kíkja við og kynna sér námið og handverk nemenda. Sýningin er haldin í trésmíðadeild Tækniskólans á Skólavörðuholti.