Dashboard út frá eigin tölvunotkun
Aðal markmiðið með þessu verkefni var að hanna svokallað „Dashboard.“ Twistið var að við áttum að gera dashboard út frá okkar eigin lífi á vefnum. Til þess að safna öllum þessum upplýsingum saman, þá notaði ég forrit sem kallast digi.me. Það forrit safnar saman öllu sem maður hefur nokkurn tímann gert á vefnum. Út frá þeim upplýsingum bjó ég til lista yfir það sem ég vildi að kæmi fram á dashboardinu. Eftir það fór ég að leita af innblæstri og fann að ég vildi ögra sjálfri mér með því að hanna dökkt viðmót. Ég tók allan þann tíma sem ég gat í þetta verkefni, eins og kennarinn lagði til og ég er ekki frá því að það hafi skilað frábærum árangri.