fbpx
Menu

Nemendur

Lokaverkefni á K2

Á K2: Tækni- og vísindaleið er unnið mikið og öflugt skólaþróunarstarf og ein af skrautfjöðrum brautarinnar eru lokaverkefnin sem nemendahópurinn vinnur í lok hverrar annar og er ætlað að dýpka skilning og þekkingu þeirra á ákveðnum viðfangsefnum sem tengjast náminu.

 

Öflugt skólaþróunarstarf

Lokaverkefni K2Núna í vor unnu lokaársnemendur að jarðvísindatengdu efni í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Náttúruminjasafni Íslands og var framlag þeirra Kristínar Jónsdóttur og Snæbjörns Guðbjörnssonar ómetanlegt í því samhengi.

Þess má til gamans geta að Kristín, sem er eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, er móðir nemanda á 1. ári á brautinni. Hún hefur vakið mikla athygli sem hópstjóri náttúruvárvöktunar í tengslum við yfirstandandi eldgos á Reykjanesi sem var miðdepill þessa lokaverkefnis. Þrátt fyrir mikið annríki gaf hún sér tíma til að koma og deila með nemendum reynslu sinni og þekkingu og kunnum við henni miklar þakkir fyrir.

Eftir þessar tvær vikur liggja fimm vel unnin verkefni sem vert er að gefa gaum að.

 

Verkefni frá nemendum

Starfsnám í húsgagnasmíði

Námssamningur í París

Til Danmerkur í Húsgagnabólstrun

Klára námið í Skive

Útskriftarverkefni

Útskriftarverkefni

Ferð til Frankfurt

Um jafnrétti fyrir alla