fbpx
Menu

Nemendur

Heimildarmynd um kolefnisspor á netinu

Mengun með miðlum er vinningsverkefni í keppninni Ungt umhverfisfréttafólk sem er alþjóðleg keppni sem fram fer í 45 löndum. Landvernd er umsjónaraðili verkefnisins á Íslandi og samstarfsaðili K2.

Mengun með miðlum

Mengun með miðlum er vinningsverkefni í keppninni Ungt umhverfisfréttafólk sem er alþjóðleg keppni sem fram fer í 45 löndum. Landvernd er umsjónaraðili verkefnisins á Íslandi og samstarfsaðili K2. Höfundar þessa vinningsframlags sem bar sigur úr býtum í keppninni hér á landi, ásamt því að vinna til verðlauna á alþjóðavettvangi í sínum aldursflokki, eru Axel Bjarkar Sigurjónsson, Hálfdán Helgi Matthíasson og Sölvi Bjartur Ingólfsson. Verkefnið var unnið sem lokaverkefni á fyrsta námsári á brautinni.

Mengun með miðlum er heimildarmynd sem að rannsakar áhrif samfélagsmiðla og streymiveita á umhverfið. Stárkarnir Axel Bjarkar, Hálfdán Helgi og Sölvi Bjartur voru 16 ára þegar þeir gerðu heimildarmyndina sína og hugmyndina að myndinni má rekja til þess að einn þeirra fór að spá í því hversu mikil mengun væri á bak við eitt „like“ á Facebook.

Heimildarmyndin tengist 13 markmiði heimsmarkmiðanna, aðgerðir í loftslagsmálum og með myndinni vonast strákarnir til þess að vekja fólk til meðvitundar um mengun samfélagsmiðla.

Í heimildarmyndinni, sem sjá má hér að neðan, gefa strákarnir ýmis ráð varðandi það hvernig einstaklingar geta minnkað kolefnisspor sitt á netinu á raunhæfan hátt.

Verkefni frá nemendum

Starfsnám í húsgagnasmíði

Námssamningur í París

Til Danmerkur í Húsgagnabólstrun

Klára námið í Skive

Útskriftarverkefni

Útskriftarverkefni

Ferð til Frankfurt

Um jafnrétti fyrir alla