Kom heim með ómetanlega reynslu
Frábært að klára námið í bólstrun í Skive
„Sem nemi í húsgagnabólstrun fékk ég einstakt tækifæri til að nema í eitt ár í Danmörku, en námið hófst með 20 vikum í Skive tekniske skole. Þar fékk ég við afar góðan umönnun og kennslu. Heimavistin í skólanum er alveg frábær og allt starfsfólk skólans boðið og búið að aðstoða mann í hvívetna og halda utan um mann.“
Vinnustaðanámið ómetanlegt
„Ég var svo heppin að fá möguleika að vinna á tveimur verkstæðum út árið sem er algjörlega ómetanleg reynsla. Handverksmenning Dana er einstök og lærði ég mikið í húsgagnabólstrun. En einnig lærði ég dönsku og að kynna mér danska menningu sem ég þekkti ekki svo vel. Ég kom heim með ómetanlega reynslu, bæði í húsgagnabólstrun en einnig sem betri manneskja. Ég er mjög þakklát fyrir að geta nýtt mér þennan tíma í Danmörku. “
Sigga Sif Sævarsdóttir sendi okkur þessa frásögn af dvölinni og myndir af verkefnum sínum. Með Erasmus+ styrk fara á hverju ári nemendur og starfsfólk í alþjóðleg verkefni, erlendar heimsóknir, vinnustaðanám og skiptinám á vegum Tækniskólans.
[mashshare]