fbpx
Menu

Nemendur

Vefskólinn á Las Palmas Gran Canaria

Kennarar og nemendur í veþróun fóru í tveggja vikna Erasmus+ ferð með nemendum úr Tech College í Álaborg að heimsækja skóla sem heitir I.E.S. El Rincón. Þar unnu nemendur í hópum með aðferðafræði sem kallast Design Thinking eða Design Sprint.

Samstarf á Kanarý

Smári kennari í vefþróun sagði frá ferðinni og sendi okkur nokkrar myndir:

Hópurinn fór í tveggja vikna Erasmus+ ferð með nemendum úr Tech College í Álaborg að heimsækja skóla sem heitir I.E.S. El Rincón. Þar unnu nemendur í fjögurra manna hópum sem samsettir voru af a.m.k. einum nemenda frá hverju landi. Hinir skólarnir gera ýmislegt öðruvísi en við og því lærðu allir helling á ferðinni, bæði kennarar og nemendur. Þetta er árlegur viðburður hjá Dönunum en þetta var í fyrsta skipti sem við tókum þátt í verkefninu og það sem helst breyttist með aðkomu okkar skóla var að við höfðum eina undirbúningsviku áður en verkefnið byrjaði þar sem nemendur hittust í 4 tíma á dag. Tíminn á netinu var notaður til þess að undirbúa verkefnið með aðferðafræði sem kallast Design Thinking eða Design Sprint sem Anna Signý úr Kolibri og Vala frá Reykjavíkurborg hafa hjálpað okkur að þróa. Það töluðu margir sérstaklega um að það hefði gert mikið fyrir verkefnið.

Síðasta daginn voru lokakynningar og viðstaddir voru tveir starfsmenn frá Erasmus+ í Danmörku og formaður Erasmus+ á Gran Canaria. Hér fylgja nokkrar myndir.

Verkefni frá nemendum

Starfsnám í húsgagnasmíði

Námssamningur í París

Til Danmerkur í Húsgagnabólstrun

Klára námið í Skive

Útskriftarverkefni

Útskriftarverkefni

Ferð til Frankfurt

Um jafnrétti fyrir alla