fbpx
en
Menu
en

Innsýn í námið

Góður grunnur – greið leið

Bók­legar, almennar greinar eru stofn skólans. Námið skiptist í fimm leiðir í Tækni­mennta­skól­anum og því er fjöl­breytt flóra nem­enda í skól­anum. Braut­irnar eru:

  • K2 Tækni- og vísindaleið
  • Náttúrufræðibraut með tækni og hönnunarlínum
  • Íslenskubraut fyrir útlendinga
  • Starfsbraut
  • Starfsbraut sérnám

Náms­tími er 2-4 ár. Við lok náms eru fjöl­breyttar leiðir í boði, ýmist til fram­halds­náms í viðeig­andi sér­grein eða til atvinnu.

Náms­brautir

Umsagnir

Shape
Shape

Jose kom til Íslands árið 2011 og lærði íslensku og rafvirkjun í Tækniskólanum

Hæ Jose heiti ég og ólst upp á Spáni. Ég kom til Íslands árið 2011 og þá ákvað ég að fara á íslensku­braut. Að læra íslensku hjálpaði mér mikið að komast inn í sam­fé­lagið. Síðan ákvað ég að læra raf­virkjun, sem er frekar fjöl­breytt og skemmti­legt nám fyrir gott framtíðarstarf. Takk fyrir mig!

Áki Már Aðalsteinsson lauk námi á nátt­úrufræðibraut

Ég er mjög ánægður með hversu sjálfstæður maður getur verið í sínu námi en samt sem áður eru kenn­arar alltaf til­búnir að aðstoða mann. Námsleiðin mín opnar mögu­leika bæði á vinnu­markaði við skemmti­lega raf­virkja vinnu og leið í háskóla seinna meir.

Þegar Vilairy flutti til Íslands sótti hún um í Tækniskólann og stundaði fyrst nám á íslenskubraut og síðan í hársnyrtibraut.

Halló. Vilairy heiti ég. Þegar ég flutti til Íslands sótti ég um í Tækni­skólann og þar stundaði ég fyrst nám á íslensku­braut. Þar var boðið upp á frá­bært nám og ég lærði mjög góða íslensku sem nægði mér til að hefja nýtt líf á Íslandi. Ég hélt svo áfram á hársnyrti­braut og námið var mjög skemmti­legt. Ég var mjög heppin og ánægð með námið.

Velkomin

Vel­komin í Tækni­mennta­skólann

Jóna Dís Bragadóttir

Fylgdu hjartanu

- Kveðja frá skólastjóra

Hvað viltu verða þegar þú ert orðin(n) stór? Hvaða nám hæfir þér? Ef það er braut innan Tækni­mennta­skólans býð ég þig hjart­an­lega vel­komna/​vel­kominn.
Við erum stolt af vel menntuðum kenn­urum skólans sem þróað hafa fjöl­breyttar kennsluaðferðir og námsmat.
Kenn­arar okkar hafa fylgt hjartanu og valið starfs­vett­vang með ungu, náms­fúsu fólki.

Jóna Dís Bragadóttir

  • Skólastjóri Tæknimenntaskólans
  • jdb@tskoli.is

FAQ

Spurt og svarað

Hvað er ég lengi að klára stúdentspróf í Tækniskólanum?

Stúd­entsleiðir í Tækni­skól­anum eru að jafnaði 3 ár. Stúd­ents­próf í Tækni­skól­anum eru alltaf tengd starfs-, list- eða tækni­námi og opna því annaðhvort leið beint út á atvinnu­markaðinn eða til háskóla­mennt­unar. Sérstaða stúd­enta Tækni­skólans er ótvíræð því þeir hafa fleiri mögu­leika.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hvar er skólinn til húsa?

Námið er kennt á nokkrum stöðum, nánari upp­lýs­ingar er að finna á braut­arsíðum.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!