fbpx
en
Menu
en

Innsýn í námið

Fagmennska, sköpun og metnaður

Hönnunar- og handverksskólinn býður upp á nám í eftirfarandi iðngreinum:

  • Fataiðn
  • Hársnyrtiiðn
  • Gull- og silfursmíði

Að iðnnámi loknu hefur nem­andi lokið und­ir­bún­ingi fyrir sveins­próf í iðngrein og/​eða náð í sterkan grunn fyrir áfram­hald­andi nám á háskóla­stigi. Náms­tíminn er 3–4 ár eftir því hvaða námsleið er valin. Mögu­legt er að taka almenna áfanga til stúd­ents­prófs samhliða verk­lega náminu eða eftir að því lýkur.

 

Hönnunar- og handverksskólinn býður  upp á eftirfarandi námsleiðir á hönnunar- og nýsköpunarbraut:

  • Hönnunar- og nýsköpunarbraut – stúdentsleið (6 annir)
  • Hönnunar og nýsköpunarbraut – fornám (2 annir)

Námið á braut­inni byggir á skap­andi vinnu og brúar bil á milli verk­legrar og tækni­legrar þekk­ingar og aðferða í hönnun.

Námið er annars vegar skipu­lagt sem þriggja ára stúd­entsleið fyrir þá sem hafa lokið námi í grunn­skóla og hins vegar er boðið upp á fornám í tvær annir fyrir nem­endur sem hafa lokið stúd­ents­prófi eða sam­bæri­legri menntun og vilja und­irbúa sig fyrir skap­andi nám á sviði hönn­unar á háskóla­stigi.

Náms­brautir

Dagskóli/Starfsréttindi/4 annir>

Fatatækni

Nánar

Dagskóli/Starfsréttindi/5 annir>

Gull- og silfursmíði

Nánar

Dagskóli/Starfsréttindi/5 annir>

Hársnyrtiiðn

Nánar

Dagskóli/Starfsréttindi/7 annir>

Kjólasaumur og klæðskurður

Nánar

Umsagnir

Shape
Shape

Námsbraut þar sem áhugamál mín tengdust náminu.

Tinna fór á hönn­unar- og nýsköp­un­ar­braut og fannst það koma skemmti­lega á óvart. „Námið er skap­andi og frábær grunnur fyrir mig sem stefni á nám í hönnun, arki­tektúr eða öðrum skap­andi greinum. Ég er alveg í skýj­unum með þetta nám.“

Mjög ánægð með námið

„Ég ákvað að fara í þetta nám eftir stúd­ents­próf úr Versló, því ég setti stefnuna á arki­tektúr og þess vegna var for­námið á hönn­unar- og nýsköp­un­ar­braut góður grunnur fyrir háskólanám hér á Íslandi og erlendis“, segir Sól Elías­dóttir.

Birna Sigurjónsdóttir útskrifaðist sem klæðskeri

Kenn­ar­arnir eru metnaðarfullir og með brenn­andi áhuga á því sem þeir og nem­endur eru að vinna að. Ég mæli klár­lega með náminu og sér­stak­lega fyrir eldri nem­endur með reynslu sem vilja dýpka skilning og fá meiri þekk­ingu í faginu. Með góða grunnþekk­ingu í faginu getur maður gert flóknari flíkur í náminu og því fengið virki­lega mikið út úr því.

Náms­samn­ingur

Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af náms­skipu­lagi þeirra nem­enda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá fram­halds­skólar um gerð og staðfest­ingu vinnustaðanáms­samn­inga og hafa eft­irlit með þeim. Nem­endur sem hefja vinnustaðanám eftir gildis­töku reglugerðarinnar vinna sam­kvæmt fer­ilbók sem gefin er út af Mennta­mál­stofnun.

Nem­endur Tækni­skólans sem hófu nám fyrir gildistöku reglugerðarinnar 1. ágúst 2021 og óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um á innritunarvef Hönnunar- og handverksskólans.

Velkomin

Vel­komin í Hönn­unar- og hand­verks­skólann

Sandra Borg Gunnarsdóttir

Vandað handverk frá toppi til táar

Brautir Hand­verks­skólans eru sniðnar fyrir þá sem eru með ríka sköp­unarþörf, frjóa hugsun, skýra framtíðarsýn og áhuga á að starfa við per­sónu­legar greinar.

Fjöl­breytni námsins er mikil og nauðsyn­legt að vera vak­andi fyrir nýj­ungum og finna lausnir sem henta ólíkum ein­stak­lingum og aðstæðum. Kenn­arar skólans hafa breiða fagþekk­ingu auk mik­illar reynslu og við erum sér­lega stolt af nem­endum okkar sem hafa valið sér metnaðarfullt og gef­andi starf út í lífið.

Sandra Borg Gunnarsdóttir

  • Skólastjóri Hönnunar- og handverksskólans
  • sbo@tskoli.is
  • s. 514 9181

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um í gull og silfursmíði?

Sótt er um í gegnum Menntagátt.

Nýir nem­endur eru teknir inn að hausti og sta­f­rænar umsóknir á gull- og silf­ursmíðabraut þurfa að berast fyrir lok maí en inn­töku­nefnd er að störfum í júní.

Umsækj­endur þurfa jafn­framt að skila inn kynn­ing­ar­möppu á aðalskrif­stofu skólans, að hámarks­stærð A-3, fyrir 31. maí. Átta nem­endur eru teknir inn hverju sinni.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Hvaða verkfæri þarf ég að kaupa fyrir hársnyrtinámið?

Sjá innkaupalista fyrir nem­endur í hársnyrtiiðn.

Er námið í Hönnunar- og handverksskólanum lánshæft hjá LÍN?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms.

 

Hvar er skólinn til húsa?

Allar brautir Hönn­unar- og hand­verks­skólans eru staðsettar á Skólavörðuholti.

Nánari upp­lýs­ingar um staðsetn­ingu og húsnæði Tækni­skólans.

Hvernig kemst ég á námssamning?

Hér má sjá upp­lýs­ingar um vinnustaðanám og fer­ilbók.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!