fbpx
en
Menu
en

Innsýn í námið

Íslenska sem annað tungumál

Ætlar þú að búa á Íslandi? Þá þarftu að hafa vald á íslensku, bæði ritaðri og talaðri.

Brautin býður þér gott nám sem leggur grunninn í íslensku og þér verða allir vegir færir.

Hér er að finna móttökuáætlun Tækni­skólans vegna nem­enda sem eru með annað móðurmál en íslensku.

Braut­ar­lýsing

ÍSA19 Íslenskubraut

Náms­brautin er ætluð nem­endum af erlendum upp­runa. Nem­endur með annað móðurmál en íslensku hafa ólíkan bak­grunn hvað varðar nám, menn­ingu og tungumál. Þeir hafa mis­mikla und­irstöðu í eigin tungu­máli, læsi og námi og eru því mis­jafn­lega und­ir­búnir að takast á við nýtt tungumál í nýju umhverfi. Þeir hafa einnig verið mis­lengi á Íslandi og fengið ólík tæki­færi til að kynnast íslenskri tungu. Náms­greinin íslenska sem annað mál er því ekki ein­ungis tungu­mála­kennsla. Saman fara markmið þar sem leitast er við að þjálfa nem­endur í íslensku máli, sem og menn­ing­ar­færni, og með því stuðla að félags­legri vellíðan nem­andans. Þau fela í sér að nýja tungu­málið sé lykill að íslensku sam­fé­lagi, íslensku skóla­starfi, íslensku atvinnu­um­hverfi og brúi ólíka menn­ing­ar­heima.

Með námi á braut­inni er stefnt að því að nem­endur verði sem best í stakk búnir til að taka virkan þátt í íslensku, lýðræðislegu þjóðfélagi. Því er lögð áhersla á að námsþætt­irnir snerti per­sónu­lega færni, félags­lega færni og að lokum starfs­færni eftir því sem framast er unnt. Brautin veitir ekki eig­inleg rétt­indi, en með námi á braut­inni er nem­endum gert kleift að auka mögu­leika sína til náms og starfa í íslensku sam­fé­lagi. Eitt af loka­markmiðum námsins er að opna mögu­leika nem­enda á frekara námi við íslenska fram­halds­skóla.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Að hafa annað móðurmál en íslensku eða að hafa alist upp erlendis. Sam­kvæmt íslenskum lögum raðast nem­endur í for­gangsröð eftir aldri þannig að þeir yngstu hafa mestan for­gang. Síðastliðin ár hafa nem­endur verið 16–20 ára sem teknir eru inn og fyllt hópana og enginn nem­andi eldri en 25 ára.

Boðið er upp á fjögur stig og nem­endur eiga að til­greina hvaða stig þeir óska eftir í athuga­semd í umsókn­inni. Fyrsta stig er fyrir þá sem kunna enga íslensku og svo fram­vegis.

Þeir sem sækja um nám á þessari braut en vita ekki hvaða stig þeir ættu að velja skulu hafa sam­band við Jónu Dís Bragadóttur, skóla­stjóra.

Að loknu námi

Við námslok á íslensku­braut er reiknað með að nem­endur séu und­ir­búnir fyrir meira nám í íslenskum fram­halds­skólum eða hafi bætt svo mjög íslenskukunn­áttu sína að hún nýtist þeim á vinnu­markaði.

English - Inna instruction

Umsagnir

Shape
Shape

Jose kom til Íslands árið 2011 og lærði íslensku og rafvirkjun í Tækniskólanum

Hæ Jose heiti ég og ólst upp á Spáni. Ég kom til Íslands árið 2011 og þá ákvað ég að fara á íslensku­braut. Að læra íslensku hjálpaði mér mikið að komast inn í sam­fé­lagið. Síðan ákvað ég að læra raf­virkjun, sem er frekar fjöl­breytt og skemmti­legt nám fyrir gott framtíðarstarf. Takk fyrir mig!

Þegar Vilairy flutti til Íslands sótti hún um í Tækniskólann og stundaði fyrst nám á íslenskubraut og síðan í hársnyrtibraut.

Halló. Vilairy heiti ég. Þegar ég flutti til Íslands sótti ég um í Tækni­skólann og þar stundaði ég fyrst nám á íslensku­braut. Þar var boðið upp á frá­bært nám og ég lærði mjög góða íslensku sem nægði mér til að hefja nýtt líf á Íslandi. Ég hélt svo áfram á hársnyrti­braut og námið var mjög skemmti­legt. Ég var mjög heppin og ánægð með námið.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni en nem­endur án kenni­tölu skulu sækja um hjá Jónu Dís Bragadóttur skóla­stjóra Tækni­mennta­skólans – net­fang:  jdb@tskoli.is og s. 861 6691.

Er aldurstakmark á Íslenskubrautinni?

Já, í raun­inni, brautin er fyrir nem­endur á fram­halds­skóla­aldri, eða 16–19 ára. Eldri nem­endum er bent á íslensku­nám­skeið utan fram­halds­skóla.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Er námið lánshæft?

Námið er ekki láns­hæft hjá menntasjóði náms­manna. Sjá nánar á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum en kaupa þarf bækur fyrir ákveðna áfanga.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Öll kennsla á íslensku­braut fer fram á Skólavörðuholti.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækni­skól­anum.

Hve mörg getustig eru á íslenskubraut fyrir útlendinga?

Getu­stig eru fjögur. Fyrsta getu­stig er fyrir þá sem kunna enga íslensku, kennt á einni önn, þá tekur við annað stig og svo koll af kolli. Þá er boðið upp á einn áfanga á fimmta stigi.

Byrja allir á fyrsta getustigi?

Nei, það er mis­mun­andi hvar nem­endur eru staddir.

Er nemendafélag?

Nánari upp­lýs­ingar um félagslíf og nemendafélög Tækni­skólans.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!