fbpx
en
Menu
en

Innsýn í námið

Sköpun, hugmyndavinna, hönnun, tækni

Upp­lýs­inga­tækni­skólinn býður upp á vin­sælar stúd­entsleiðir:

  • Tölvubraut
  • Tölvubraut – hönnun

Auk þess býður skólinn upp á skap­andi nám í eft­ir­töldum iðngreinum:

  • Bókband
  • Grafísk miðlun
  • Ljósmyndun
  • Prentun

Við lok náms hefur nem­andi lokið und­ir­bún­ingi fyrir náms­samning í iðngrein­inni. Náms­tíminn er 2-3 ár eftir því hvaða iðngrein er valin. Mögu­legt er að taka almenna áfanga til stúd­ents­prófs samhliða náminu.

Áður en nem­endur hefja nám í bók­bandi, graf­ískri miðlun, ljós­myndum eða prentun þurfa þeir að klára grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina sem veitir nem­endum almenna þekk­ingu og innsýn í grund­vall­ar­atriði sérsviðanna fjög­urra.

Náms­brautir

Umsagnir

Shape
Shape

Alexandra Sharon Róbertsdóttir útskrifaðist með sveinspróf og stúdent

„Ég finn það vel í háskóla­náminu hversu gott það er að hafa lært graf­íska miðlun. Margir í mínu námi höfðu engan grunn né þekk­ingu áður en þau komu í háskólanám en þetta hefur hjálpað helling. Mér finnst líka mjög mik­il­vægt að við höfum fengið að læra um prentiðnaðinn vegna þess að hann skiptir alveg jafn miklu máli og hönn­un­ar­ferlið.“

Björgvin Pétur Sigurjónsson stundaði margmiðlunarhönnun í Kolding og 3D hreyfimyndahönnun í Los Angeles.

„Námið veitti mér öryggi í graf­ískum for­rit­unum og ég hef séð að ég hef haft sterkari þekk­ingu á þessum for­ritum fram yfir aðra sam­nem­endur mína í því fram­halds­námi sem ég fór í. Ég lærði margt sem er oftast ekki kennt í öðrum skólum tengt hönnun, eins og umbrot, und­ir­bún­ingur fyrir prent og almennt tækni­legar útfærslur á hinum ýmsu hlutum. Þetta gagnast mér mjög mikið í dag.“

Axel Fannar Friðriksson útskrifaðist haustið 2014 og vinnur á auglýsingastofu í London

„Eftir þetta nám við Upp­lýs­inga­tækni­skólann, marg­faldaðist reynslan mín og vitn­eskja þannig ég leyfði mér að trúa að ég gæti unnið við það sem mér finnst skemmti­legt. Ynd­is­legir kenn­arar, skemmti­legur nem­enda­hópur og fjöl­breytt verk­efni gerðu mig mjög til­búinn að takast á við áskor­anir og verk­efni í faginu. Eins græddi ég fullt af teng­ingum og sam­bönd sem ég held upp á enn í dag.“

Náms­samn­ingur

Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af náms­skipu­lagi þeirra nem­enda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá fram­halds­skólar um gerð og staðfest­ingu vinnustaðanáms­samn­inga og hafa eft­irlit með þeim. Nem­endur sem hefja vinnustaðanám eftir gildis­töku reglugerðarinnar vinna sam­kvæmt fer­ilbók sem gefin er út af Mennta­mál­stofnun.

Nem­endur Tækni­skólans sem hófu nám fyrir gildistöku reglugerðarinnar 1. ágúst 2021 og óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um á innritunarvef Upplýsingatækniskólans.

Velkomin

Vel­komin í Upp­lýs­inga­tækni­skólann

Kristín Þóra Kristjánsdóttir

Nám til framtíðar

- Kveðja frá skólastjóra

Upp­lýs­inga­tækni­skólinn hugsar fram á veginn og námið í skól­anum tekur mið af nýjum tímum og nýrri tækni hverju sinni og allar náms­greinar okkar eiga það sam­eig­in­legt að nem­endur vinna að raun­veru­legum úrlausn­ar­efnum í náminu.
Skólinn vill að nem­endur séu til­búnir til þess að takast á við nýjar áskor­anir í námi og séu vel und­ir­búnir fyrir framtíðina.

Vertu vel­komin(n) í nám við Upp­lýs­inga­tækni­skólann því það er mikil þörf fyrir tækni­menntaða ein­stak­linga í þjóðfélaginu.

Kristín Þóra Kristjánsdóttir

  • Skólastjóri Upplýsingatækniskólans
  • ktk@tskoli.is
  • s. 514 9351

FAQ

Spurt og svarað

Er hægt að taka stúdentspróf'?

Samhliða námi á brautum Upp­lýs­inga­tækni­skólans eða eftir að þeim er lokið, geta nem­endur bætt við sig ein­ingum til stúd­ents­prófs. Gera má ráð fyrir að þá lengist námið um eina til tvær annir.

Hvernig sæki ég um nám?

Inn­ritun í Upp­lýs­inga­tækni­skólann fer fram í gegnum inn­rit­un­arvef Innu (hnappur hér á síðunni).

Athuga þarf að mis­mund­andi inn­töku­skilyrði eru á brautir Upp­lýs­inga­tækni­skólans. Sjá nánar um það á hverri braut.

Hvað kostar námið?

Hvað er nám á sérsviði langt fyrir þau sem lokið hafa stúdentsprófi?

Taka þarf 11 fagáfanga í grunn­námi upp­lýs­inga- og fjölmiðlagreina áður en sérsvið er valið.

Yfir­leitt eru fagáfangar teknir á tveimur önnum og sérsviðið er líka tvær annir, sam­tals tveggja ára nám.

Hvernig kemst ég á námssamning?

Hér má sjá upp­lýs­ingar um vinnustaðanám og fer­ilbók.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!