fbpx
Menu

Gagnlegir tenglar

Nemendur að útskrifast

Hér fyrir neðan má finna gagn­lega tengla sem tengjast þjón­ustu, félags­lífi og viðburðum:

 

Inna

Nem­endur og forráðamenn nem­enda yngir en 18 ára hafa aðgang að Innu upp­lýs­inga- og kennslu­kerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nem­endum, m.a. vitn­isburð, ein­kunnir, ástundun, mæt­ingu og náms­feril.

Mik­il­vægt er að nem­endur gæti þess að net­föng þeirra og síma­númer séu rétt skráð í Innu.

 

Vinnustaðanám

Tækni­skólinn hefur mik­il­vægu hlut­verki að gegna í teng­ingu nem­enda við atvinnu­lífið. Kenn­arar skólans og náms- og starfsráðgjafar aðstoða nem­endur eins og mögu­legt er við afla sér vinnustaðanáms.

Á eft­ir­far­andi síðu má lesa nánar um vinnustaðnám, samn­ingsleiðir og fleira.

 

Foreldraráð Tækniskólans

Við Tækni­skólann starfar for­eldraráð sam­kvæmt lögum um fram­halds­skóla (92/​2008). Hlut­verk for­eldraráðs er að styðja við skóla­starfið, huga að hags­muna­málum nem­enda og í sam­starfi við skólann efla sam­starf for­eldra og forráðamanna ólögráða nem­enda við skólann.

Tilgangur ráðsins og markmið:

Til­gangur ráðsins er að stuðla að auknum gæðum skólans og leitast við að bæta jafnt almenn skilyrði og aðstæður nem­enda til mennt­unar og almenns þroska. Þetta hyggst ráðið gera með því að:

  1. Stuðla að aukinni þekkingu foreldra/forsjáraðila á réttindum og skyldum sínum og barna þeirra.
  2. Auka sýnileika og nánd foreldra/forsjáraðila sem veiti yfirvöldum, skólastjórnendum, kennurum og nemendum stuðning í skólastarfinu.
  3. Vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra/forsjáraðila.
  4. Treysta samstarf foreldra/forsjáraðila, starfsfólks skólans og nemendasambands Tækniskólans (NST).
  5. Hvetja til aukins stuðnings og hvatningar foreldra/forsjáraðila við börn sín og nám þeirra.
  6. Vera bakhjarl skólans og auka áhrif foreldra/forsjáraðila sem hagsmunahóps um bættan hag og stöðu skólans.
  7. Standa vörð um réttindi nemenda til menntunar og farsæls þroska.

Félags­menn eru for­eldrar og for­sjáraðilar nem­enda Tækni­skólans. For­sjáraðilar allra nem­enda við skólann eiga rétt á aðild að for­eldraráði. For­eldraráð til­nefnir einn áheyrn­ar­full­trúa í skóla­nefnd.

 Í stjórn foreldraráðs Tækniskólans skólaárið 2024-2025 eru:

  • Berglind Reynisdóttir
  • Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir
  • Hlédís Þorbjörnsdóttir (áheyrnarfulltrúi foreldra í skólanefnd)
  • Joanna Marcinkowska
  • Sigurður Grétar Sigmarsson

Stjórn for­eldraráðs miðlar upp­lýs­ingum til for­eldra/​for­sjáraðila í gegnum Facebook síðu ráðsins.

For­eldrar sem hafa áhuga á að taka þátt í störfum stjórnar for­eldraráðs er bent á að hafa sam­band við stjórnina í gegnum síðuna en einnig er hægt að senda póst til Lilju Guðnýjar, gæðastjóra Tækni­skólans, lgj@tskoli.is, og mun hún þá tengja viðkom­andi við stjórnina.