Aðstoð í námi
Heil og sæl kæru nemendur.
Senn líður að annarlokum og viljum við minna ykkur á þá þjónustu sem skólinn býður upp á.
Námsver
Við viljum benda ykkur á námsver skólans sem veitir nemendum sem glíma við námserfiðleika aðstoð í námi. Í námsveri er hægt að fá hjálp við próftöku, stuðning við heimanám sem og almenna aðstoð í grunngreinum. Nemendur geta einnig leitað þangað ef þörf er á aðstoð við verkefna- og ritgerðarsmíð. Inn á síðu námsversins má finna nánari upplýsingar um viðveru kennara.
Bókasafn
Bókasafn Tækniskólans veitir nemendum greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu. Öll söfnin verða opin frá og með næstu viku og þangað geta nemendur m.a. leitað ef þá vantar stað til að læra á, aðgang að teams eða þurfa að ná í kjörbækurnar sínar.
Vinnustofur og jafningjaaðstoð
Tækniskólinn býður upp á eftirfarandi aukatíma í stærðfræði:
- Á laugardögum er boðið upp á tíma undir handleiðslu kennara.
- Á fimmtudögum er boðið upp á jafningjaaðstoð í gegnum Teams.
Við minnum einnig á vinnustofur í rafmagnsgreinum og jafningjaaðstoð í tölvugreinum.
Nánari upplýsingar um aukatíma og tímasetningu má finna í viðburðardagatali.
Náms- og starfsráðgjafar
Í skólanum eru starfandi fjórir náms- og starfsráðgjafar sem aðstoða nemendur við ýmislegt sem lýtur að námi og námsframvindu. Hægt er að bóka símaviðtal/myndsamtal í gegnum INNU eða senda tölvupóst.
Sálfræðingur
Sálfræðingur skólans veitir sálfræðiþjónustu og hægt er að bóka símaviðtal/myndsamtal í gegnum INNU.
Við hvetjum ykkur til þess að nýta þá þjónustu sem er í boði og ekki hika við að hafa samband ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað ykkur með á lokasprettinum.
Gangi ykkur vel.
Guðrún Randalín