fbpx
en
Menu
en

Fréttir

07. ágúst 2024

Upphaf haust­annar 2024

Fyrsti kennsludagur og stundatöflur

Fimmtu­daginn 15. ágúst verður opnað fyrir stunda­töflur haust­annar í Innu.

Töflu­breyt­ingar eru gerðar raf­rænt í Innu og eru ein­göngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga sem þeir höfðu valið í töflu, eða ef veru­legir ann­markar eru á töflum sam­kvæmt vali. Opið verður fyrir töflu­breyt­ingar dagana 15. og 16. ágúst. Sjá nánari upplýsingar um töflu­breyt­ingar.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. ágúst.

 

Nýnemamóttaka

Nýnemum undir 18 ára verður boðið til sér­stakrar mót­töku í Tækni­skól­anum við upphaf haust­annar:

Skólavörðuholt
Fimmtu­daginn 15. ágúst kl. 09:00

Háteigsvegur
Fimmtu­daginn 15. ágúst kl. 11:00

Hafnarfjörður
Föstu­daginn 16. ágúst kl. 10:00

Hægt er að smella á mynd­irnar hér að neðan til að sjá hvaða náms­brautir eru kenndar á hverjum stað.

 

Hagnýtar upplýsingar

Við bendum á upplýsingasíðu er varðar upphaf annar og hvetjum nem­endum til að kynna sér efni síðunnar en þar má finna ýmsar upp­lýs­ingar um skólann og skóla­starfið.

Nem­endur finna upp­lýs­ingar um bækur og námsgögn í Innu þegar stunda­töflur birtast.

 

Fjarkynning fyrir forráðafólk

Fundir fyrir forráðafólk/​aðstand­endur verða haldnir á Teams fimmtu­daginn 22. ágúst:

  • Kl. 18:00 á íslensku
  • Kl. 20:00 á ensku

Hlekkir verða sendir þegar nær dregur auk þess sem þeir verða birtir á vefsíðu skólans.

Fund­irnir verða auk þess teknir upp fyrir þá sem missa af.